Úrval - 01.07.1970, Page 42

Úrval - 01.07.1970, Page 42
40 ÚRVAL brennd, og tækið skráir hinar mis- munandi ljósbylgjulengdir, sem hvert frumefni málningarinnar gef- ur frá sér. Einn sérfræðinganna hafði þetta að segja um notkun tækis þessa: „Með hjálp litrófssjár- innar getum við brennt ögn af þekktri málningartegund og aðra ögn af einhverri málningartegund, sem við vitum ekki deili á. Fáum við sama bylgjulengdarmynstrið, þá er um sömu málningartegund að ræða.“ Það er jafnvel ekki hægt að blekkja þessa sérfræðinga með því að mála yfir fyrri lit. Eitt sinn fundu þeir Cadillac, sem hafði ver- ið endurmálaður sjö sinnum. Þessir sérfræðingar finna hin ör- smæstu sönnunargögn, sem glæpa- menn skilja eftir sig. Vonda Jean Mullenax byrlaði manni sínum eit- ur, þannig að hún lét hann taka inn arsenik um margra mánaða skeið. Og loks kyrkti hún hann svo þ. 21. desember árið 1965. Síðan brenndi hún líkamsleifum hans í nokkra daga á kola- og viðarbáli einu miklu nálægt heimili þeirra í Terra Alta í Vestur-Virginíufylki. Og hún sparaði ekki heldur steinolíuna á bálið. Þegar hún játaði á sig glæp- inn þrem mánuðum síðar, gátu em- bættismenn þeir, sem rannsökuðu bálstaðinn, ekki fundið neinar lík- amsleifar, jafnvel ekki hinar minnstu agnir. Þeir gerðu sér grein fyrir því, að þeim mundi veitast það erfitt að fá hana dæmda fyrir morð án slíkra sönnunargagna. Það virtist ekkert vera eftir af líkinu. Því sendu þeir nokkur hundruð pund af jarðvegi og ösku til Glæparannsóknarstofu Alríkislögreglunnar í Washington. Þar sigtujðu sérfræðingar öskuna og jarðveginn og fundu nóg af beina- og vefjaögnum til þess að fylla krukku, sem tók um einn lítra. Með hjálp mannfræðings frá Smithsonianstofnuninni komust þeir að þeirri niðurstöðu, að þetta voru líkamsleifar karlmanns af svipuð- um aldri og líkamsbyggingu og Mullenax sálugi. Einn sérfræðinga Glæparann- sóknarstofunnar sagði enn fremur þetta til frekari skýringar: „Við vissum, að það mundi takast að sanna sekt hennar, ef við gætum lagt fram sýnishorn, er gæfu til kynna, að um arsenikeitrun hefði verið að ræða. Eitt af nýjustu og stórkostlegustu tækjum Glæpa- rannsóknarstofunnar var notað í þessu skyni. Þar var um að ræða ,,neutrónuvirknitæki“, þ. ’e. tæki, sem gerir neutronur virkar. Beina- agnir, sem fundizt höfðu, voru gerðar geislavirkar, svo að þær geisluðu frá sér gammageislum. Með þessari efnagreiningaraðferð . getur gammageislamæling ákvarð- að nákvæmlega, hver hin ýmsu frumefni eru í hvers konar geisla- f > Þeir eru sérjrœðingar, sem hugsa um það eitt að skýra jrá staðreyndum, hvort sem þœr kunna að sýkna eða sanna sekt. J. EDGAR HOOVER V______________________________;
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.