Úrval - 01.07.1970, Side 67

Úrval - 01.07.1970, Side 67
ÞÉÓAR STOLT BREZKA FLOTANS FÓRST 65 síðan var haldið á fullri ferð til Singapore. Við sigldum í gegnum Johore- sundið hægt og tignarlega og svo virtist sem allir íbúar þessa eyja- klasa væru mættir til þess að taka á móti okkur. Bátarnir við bryggj- urnar voru fullsetnir af hrópandi fólki. Sumir hinna eldri sjóliða sögð.u að Singapore væri ein af þessum höfnum, sem hægt væri að skemmta sér vel, ef menn héldu sig í þeim skemmtigörðum, sem kallaðir voru: „The Old World". ,;The New World“ og „Great World“. Aðrir sem hugs- uðu hærra urðu fyrir vonbrigð- um, vegna þess að allir betri staðir voru lokaðir fyrir sjóliðum. Samt sem áður voru nokkrir svo heppnir að vera boðnir á heimili Evrópu- manna og einum undirmanna tókst jafnvel að komast inn í Hotel Raf- fles, áður óþekkt fyrirbrigði. Þá, nokkrum dögum seinna, skeði það, að Japanir slógu til fyrirvara- laust og næstum gjöreyddu Kyrra- hafsflota Bandaríkjanna í einni árás á Pearl Harbour. Við tókum olíu- birgðir samstundis ásamt skotfær- um og öðrum nauðsynjum, og í fylgd með öðrum herskipum sigld- um við niður Johoresund. Með, okk- ur voru H.M.S. Repulse, annað orr- ustuskip flotans og tundurspillarnir Jupiter, Express, Vampire og Tene- dos. Flotadeildin var nefnd Z. Næsta morgun var flotadeildin Z komin á rúmsjó. Það var rigningar- súld og skyggni mjög slæmt. Orð- rómur á undirþiljum var að við værum í leit að japanskri skipalest. Annars flokks viðbúnaður var fyrir- skipaður um allt skipið. Þrátt fyrir óþægilegheitin vorum við í búðinni klæddir síðum buxum, hvítum jakka og forklæði til vonar og vara. Niður í skipinu var frekar tómlegt, því að allir voru á verði við vopnin og öðrum mikilvægum stöðvum. Þeir sem ekki voru við skyldustörf, sátu í hljóðum samræð- um. Nú, þegar stríðið var komið til okkar, óvænt, var öll glaðværð og kæruleysi úr sögunni, en í stað þess köld alvara og einbeitni. Um klukkan 12 á hádegi flaug Catalina yfir skipið og tilkynnti með merkjum að Japanir væri að ganga á land fyrir norðan Singapore. — Nokkru síðar var miða fest á til- kynningatöflu skipsins um að raun- verulega hefðu Japanir sett heri á land á ýmsum stöðum á norður- strönd Malaya og að Pow og fleiri herskip í flotadeild Z ætluðu að koma þeim á óvart, orðsendingin endaði svo: „Skjótið til að. sökkva.“ Undirskriftin var C-in-C (æðsta ráð skipsins). Um kvöldið á þriðjudag var gefin tilkynning um yfirvofandi loftárás, en um það bil er allir höfðu tekið sér stöður, sem þeim var ætlað í slíku tilfelli, var gefið merki um að hættan væri liðin hjá. Vitanlegt var að japönsk flugvél af gerðinni Naka- jima Naka 93 hafði komið auga á skipið og fylgt því eftir, en var of langt frá til þess að byssur okkar kæmu að gagni. Önnur flugvél kom nú á vettvang og báðar eltu skipið. Um kvöldið var tilkynnt með loft- skeytum að 25 japönsk skip hefðu sézt á siglingu að norð-austurströnd Malaya, og það leyndi sér ekki leng- ur að Japanir vissu að við vorum settir þeim til höfuðs, og enn einu
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.