Úrval - 01.07.1970, Síða 80

Úrval - 01.07.1970, Síða 80
78 ÚRVAL áttu sína höfðu þeir fremur fengið frá arabiskum iðnaðarmönnum á Spáni en frá Grikkjum. Risavaxin björg úr fíngerðum kalksteini, kölluð „cliquart", voru unnin úr jörðu í allt að 10 mílna fjarlægð og dregin út í eyjuna í Signu með hjálp uxa. Stundum voru þau jafnvel dregin af heitt- trúuðum pílagrímum. Er byggingin hækkaði smátt og smátt, voru þessi björg dregin upp í köðlum, sem vafðir voru um risavaxnar tunnur, er snerust með hjálp manna, sem inni í þeim voru og voru á sí- felldri hreyfingu eins og íkornar í búri. Miðskip kirkjunnar leit út eins og furðuskógur, meðan á bygg- ingunni stóð. Þar gat að líta bjálka, sem lágu í allar áttir hærra og hærra og voru til stuðnings bog- hvelfingunum, þangað til gengið hafði verið frá „lykilsteinum“ þeirra. Sú ákvörðun að reisa þessa risa- vöxnu kirkju er vissulega tákn um trú á guð. En þar var ekki síður um að ræða trúna á hæfni manns- ins til þess að ráða sjálfur örlögum sínum á erfiðum tímum. Sú trú reyndist vera réttlætanleg, því að Frúarkirkja stóð af sér allar ógnir næstu átta alda, samsæri og styrj- aldir, byltingar og hernám. Maður skynjar þetta samspil mannsins og andans, er maður gengur inn í „geislandi rökkur“ miðskipsins. Maður verður ósjálf- rátt hljóður í huga, er maður skynjar hvíslandi raddir sögunnar. Stanzaði Lúðvík 9. ef til vill við þessa súlu, er hann gekk inn kirkju- gólfið með þyrnikórónu Krists í framréttum höndunum, þennan dýrgrip, sem hann kom með úr krossferð sinni og enn hvílir í gripavörzlu kirkjunnar? Hallaði 67 ára gömul bóndakona sér ef til vill upp að þessari súlu árið 1455, er hún gekk í áttina til fyrsta dóm- stólsins, sem veitti dóttur hennar, Jóhönnu af Ark, aflausn og tók hana síðan í dýrlingatölu? Hinkr- aði Napóleon, hinn verðandi keis- ari, ef til vill við hjá þessari súlu við keisarakrýningarathöfnina, sem hann hafði boðið páfanum í Róm að koma til? Hinkraði hann kann- ske við þar sem snöggvast, áður en hann greip kórónuna úr höndum páfa og krýndi sjálfan sig Napóle- on I. Frakklandskeisara? Og eru örin á þessari súlu kannske eftir byssukúlurnar, sem þýzkir her- menn eða franskir föðurlandssvik- arar skutu ofan af efri svölunum, þegar de Gaulle hershöfðingi sótti þar hátíðamessu í tilefni af frelsun Parísar árið 1944? Þótt ýmsir litríkir og rismiklir atburðir hafi gerzt innan veggja Frúarkirkju, tekur slíkt þó ekki fram ýmsu því, sem komið hefur fyrir bygginguna sjálfa. Áður en byggingameistararnir gátu jafnvel byrjað á grunninum, urðu þeir að jafna við jörðu eldri Frúarkirkju, er þar stóð, ásamt annarri kirkju, sem tileinkuð var Sankti Etienne og reist var þar á 6. öld. Þar hafa einnig verið grafin úr jörðu ölturu frá þeim tímum, er Rómverjar ríktu í Gallíu. Byggingu Frúarkirkju lauk að vísu á tæpri öld, en það var byrjað að breyta henni næstum um leið og
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.