Úrval - 01.07.1970, Side 82

Úrval - 01.07.1970, Side 82
80 ÚRVAL Þegar franska stjórnin greiddi loks atkvæði með því árið 1843, að verja skyldi fé til lagfæringar og endurbóta á Frúarkirkju, voru upp- drættir og áætlanir Viollet-le-Duc samþykktar. Hann vann við við- gerðir og lagfæringu á dómkirkj- unni næstu tvo áratugina, og margt af því, sem blasir þar við gestum núna, má þakka honum. Þar á með- al má telja stytturnar, sem skreyta Kóngasvalirnar, og hina frægu og vinsælu ófreskjuhausa, sem eru í rauninni þakrennustútar, en fyrri stútar höfðu áður annaðhvort hrunið eða þeim verið steypt nið- ur. Dómkirkjan var svo opnuð aftur með opinberri athöfn árið 1864 eft- ir þessar miklu viðgerðir og endur- bætur. Og síðan hefur vart verið hróflað við byggingunni, þangað til núna, þegar hún hefur verið þveg- in. Sandpokum var staflað upp úti fyrir vesturdyrunum í fyrri heims- styrjöldinni, en kúlur hinna skæðu fallbyssu Þjóðverja, „Stóru-Bert- hu“, féllu aldrei á hana. Þjóðverj- ar létu Frúarkirkju að mestu af- skiptalausa, meðan stóð á hernámi þeirra í síðari heimsstyrjöldinni, að því undanskildu, að þeir fylltu mið- skip hennar hinum þrumandi tón- um Beethovens og Wagners, er þeir héldu þar einstaka sinnum hljóm- leika fyrir herlið sitt. Allt að 13.000 kirkjugestir hafa fyllt hina miklu dómkirkju við al- veg sérstök tækifæri, eins og til dæmis þann dag, er París var frels- uð. Sankti Péturskirkjan í Róm er meira en tvisvar sinnum stærri, en stærðarhlutföll Frúarkirkju eru samt ekki neitt smásmíði. Hún er 128 metrar á lengd og 115 fet á hæð, reiknað frá steingólfi hennar, sem er 65.000 ferfet að flatarmáli. Hún gæti sem hægast rúmað minni háttar knattspyrnuvöll með áhorf- endabekkjum og öllu tilheyrandi. Megi guð forða okkur frá slíku! En það eru ekki þessi risavöxnu stærðarhlutföll, sem eru kjarni Frúarkirkju, heldur sá andi og það andrúmsloft, sem gegnsýrir hana. Framhlið hennar með turnunum tveim einkennist af róandi áhrif- um hins algera samræmis allra hlutfalla. Framhliðin myndar risa- vaxinn rétthyrning, sem er 131 fet á breidd, en turnarnir teygja sig 223 fet upp til himinhæða. Á miðri framhliðinni er rósrauði glugginn, sem er 31 fet í þvermál og líkist helzt gimsteini, sem greyptur hef- ur verið í veglega umgerð. Heild- aráhrifin einkennast af hárfínni jafnvægiskennd, sem gleður augað og friðar sálina. Það er því engin furða, að listamenn hafa verið áfjáðir í að mála dómkirkjuna allt frá 17. öld. Sá, sem er svo harður af sér, að hann leggi í og honum takist að klöngrast upp snúnu stigana, sem þrengjast sífellt og ná allt upp að turnbrún, hlýtur líka ríkulega umb- un erfiðis síns að leiðarlokum, því að þar blasir við honum dýrðleg sjón, sem grípur mann föstum tök- um. Óralangt niðri getur að líta torgið fræga, sem vegalengdir frá öllum borgum Frakklands til höf- uðborgarinnar hafa alltaf verið miðaðar við. Til vinstri gnæfir hinn himinhái Eiffelturn, og langt í burtu
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.