Úrval - 01.07.1970, Page 96

Úrval - 01.07.1970, Page 96
94 Serafim ýtti pappírsörk og penna í áttina til hans. „Skrifaðu/1 skip- aði hann. Tuomi skrifaði síðan eið- staf skilmerkilega eftir fyrirmæl- um majorsins, þar sem hann sór þess eið að skýra aldrei frá sam- komulagi þessu en framkvæma all- ar fyrirskipanir KGB af fullri holl- ustu og algerri þagmælsku. Svo rétti majorinn honum pappírsmiða með heimilisfangi á. „Hittu mig þar klukkan 9 að kvöldi eftir nákvæm- lega viku,“ skipaði hann. Þetta var sígilt dæmi um það, hvernig KGB aflaði sér starfs- manna. Menn frá KGB höfðu kom- ið aukabakkanum fyrir í brauð- kassanum og freistað hans þannig til þess að stela honum, þótt Tu- omi kæmist ekki að því fyrr en nokkrum árum síðar. Svo biðu KGB-mennirnir þolinmóðir eftir því, að Tuomi yrðu á enn önnur mistök, sem hægt væri að notfæra sér til þess að kúga hann til hlýðni. Nú var hann eign KGB. „SEGÐU OKKUR NÁKVÆMLEGA FRÁ ÖLLU“ Það var frost og tunglsljós kvöld- ið er Tuomi barði að dyrum á tveggja hæða timburhúsi viku síð- ar. Húsið stóð við hliðargötu í mið- borg Kirov. Utan frá að sjá virtist hús þetta alls ekkert ólíkt öðrum húsum við götuna. En fyrstu hæð- inni var skipt niður í skrifstofur með skilrúmum, og á annarri hæð voru svo tvær íbúðir. Þetta var hið fyrsta af hinum mörgu „öruggu húsum“, sem Tuomi átti eftir að heimsækja, griðastöðum, þar sem KGB-menn hittast og gefa upp- IJRVAL ljóstrurum sínum og njósnurum fyrirskipanir sínar. „Fáðu þér glas, og svo skulum við hefjast handa,“ sagði Serafim og benti á flösku af Georgíukonjaki. Síðan byrjaði hann að skýra Tuomi frá þeim skyldustörfum, er biðu hans: „í fyrstu muntu skýra okkur frá viðhorfum manna í Kennaraskólan- um gagnvart stefnu flokksins á ýmsum sviðum og í ýmsum málum og starfsaðferðum hans, einnig gagnvart lífsskilyrðum manna í Sovétríkjunum og einkum gagnvart Vesturveldunum. Við viljum fá vitneskju um allt, sem kennarar þínir og skólafélagar segja, bæði hið slæma og hið góða. Segðu okk- ur nákvæmlega frá því, sem þú heyrir, en ekki því, sem þú heldur, að við viljum heyra. í augum félaga þinna ættir þú að virðast vera hugsandi menntamað- ur, sem er forvitinn um umheim- inn og það,' sem þar er að gerast. Hvenær sem þú heyrir einhverja andsovézka yfirlýsingu, skaltu gefa í skyn, að þú kunnir að vera þessu samþykkur. Einnig skaltu hætta á að bera fram varfærnislega gagn- rýni öðru hverju. Einstaka sinnum máttu jafnvel láta þér um munn fara fremur vinsamleg ummæli um Vesturlönd og lífið þar. Þegar það orð fer að komast á um þig, að þú sért óhræddur við að gagnrýna Sovétríkin og lífið innan þeirra, muntu draga að þér þá, sem hugsa það með leynd, sem þú gefur í skyn án minnstu leyndar. Þetta mun taka tíma. Þú skalt aldrei ganga of langt
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.