Úrval - 01.07.1970, Side 99

Úrval - 01.07.1970, Side 99
ÞÁNNÍG ÉRU NJÓSNARÁR RÚSSA ÞJÁLFAÐlR ást að minnast á þessa yfirlýsingu kennara síns, næst er hann hitti yfirmenn sína hjá KGB. Fjórum dögum síðar hringdi Serafim í hann í skólann, en slíkt hafði hann aldrei gert áður. „Hittu mig eftir 15 mín- útur, hvaða afsökun sem þú kannt að verða að bera fram í skólanum," skipaði hann. Þegar Tuomi kom inn í „örugga húsið“, sá hann það taf- arlaust á svip majorsins, að nú mátti hann búast við einhverjum vandræðum. „Kommúnisminn er búr. Ég fæddist ekki til þess að vera settur í búr,“ sagði majorinn við Tuomi. „Hefurðu nokkurn tíma heyrt þessi orð?“ „Já, Nikolai Vasilyevich viðhafði þau,“ svaraði Tuomi. Hann var gripinn ótta, er hann gerði sér grein fyrir því, að það hafði verið annar njósnari í veizlunni. „Hvers vegna skýrðirðu okkur þá ekki frá þeim?“ „Mér fannst þau ekki mikilsverð." „Þú skalt ekki eyðileggja enn meira fyrir þér en þú hefur þegar gert,“ sagði Serafim. „Þú ert bara heppinn, að það var ég, sem komst að þessu, en ekki einhver annar. Ég ætla samt að sleppa þér núna, en bara vegna þess að við höfum unnið svo lengi saman og vegna þess, að mig grunar, hvað bíði þín, ef þú eyðileggur ekki alla mögu- leika þína.“ Majorinn varaði Tuomi að lokum við, um leið og hann sagði honum að fara. „Ég vona, að þú lærir eitt- hvað af þessari reynslu þinni,“ sagði hann. „Ég vona, að þú lærir, að þú átt aldrei að reyna að blekkja okkur.“ 97 HIN ENDANLEGA PRÓFRAUN Haustið 1956 gerðist 29 ára göm- ul ekkja einn af enskrmemendum Tuomi. Hún hét Alevtina Stepa- novna. Hún var að vísu ekki falleg, en hið ljósa hár hennar, blíðleg, brún augun og lokkandi vöxtur gerðu það að verkum, að hún var mjög aðlaðandi. Hún kenndi frönsku í gagnfræðaskóla og sagð- ist ákveðin í að ná einnig tökum á ensku. „Mundirðu kannske geta látið mig hafa aukatíma?" spurði hún Tuomi einn daginn að kennslu lokinni. Beiðni hennar virtist borin fram af slíkri einlægni, og bros hennar var svo fölskvalaust, að hann samþykkti að veita henni nokkrar kennslustundir á hverjum sunnudegi heima í íbúð hennar. Alevtina var prýðilegur nemandi. í kennslutímunum einbeitti hún sér eingöngu að enskunni. En þegar einkatímunum var lokið, fékk hún hann alltaf til þess að staldra svo- lítið lengur við og fá sér tesopa og kökubita. Hún bjó í tveggja her- bergja íbúð með móður sinni og litlum syni. Þetta var björt og hlý- leg íbúð. Er Tuomi rabbaði þarna við hana um heima og geima í bjartri stofunni, sem sólargeislarn- ir flæddu yfir, gladdist hann yfir því, að hann skyldi hafa samþykkt að veita henni einkakennslu. Alevtinu tókst smám saman að fá hann til þess að ræða um sjálf- an sig. Hún spurði hann óvæntra persónulegra spurninga upp úr þurru, alltaf með brosi á vör, en stundum lækkaði hún röddina um leið, líkt og hún væri að bjóðast til þess að gerast trúnaðarvinur
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.