Úrval - 01.07.1970, Page 111

Úrval - 01.07.1970, Page 111
109 ÞÁNNIG ERU NJÓSNARÁR RÚSSA ÞJÁLFAÐIR Tuomi, Galkin og Fainna að ljúka einum af dásamlegu hádegisverð- unum hennar Yelenu, þegar Kapal- kin gekk inn með brúna nautleður- tösku í hendinni. Hann opnaði hana og fékk Tuomi dökkblá jakkaföt, grá tvídjakkaföt og brúnan yfir- frakka með fóðri, sem fest var á með rennilás. Þau kröfðust þess öll, að Tuomi mátaði fötin tafarlaust. Hann klæddi sig í tvídfötin, hvítu skyrtuna, svarta prjónabindið, svörtu skóna og sokkana inni í svefnherberginu. Svo braut hann saman vasaklút og stakk honum í brjóstvasann á sama hátt og hann hafði séð gert í nýjustu amerísku kvikmyndunum. Þau fóru öll að hlæja og klappa, þegar hann kom aftur inn í dagstofuna. „Þú lítur út eins og ósvikinn Ameríkumaður“! hrópaði Fainna. „Þú verður alls staðar álitinn vera Ameríkumað- ur“. LOKAPRÓFIN. í miðjum marzmánuði árið 1958 birtist Galkin eitt sinn óvænt í íbúðinni. Hann var þreytulegur og áhyggjufullur á svip. „Ég er ný- kominn frá „Miðstöðinni“, og ég verð að tilkynna þér það, að þú ferð miklu fyrr burt en ég hafði vonað“, sagði hann. Samskiptin við Bandaríkin eru mjög „óróleg" núna Við verðum að „gróðursetja“ þig þar sem allra fyrst, svo að þú verð- ir tilbúinn þar, ef samskipti ríkj- anna verða mjög erfið eða rofna alveg eftir tvö til þrjú ár. Ef stríð kynni að brjótast út, eru menn eins og þú þeir einu, sem við getum reitt okkur á“. „Hve fljótt"? spurði Tuomi. „Ég veit það ekki nákvæmlega", svaraði Galkin. „Þú verður að minnsta kosti að standast mjög ströng próf fyrst. Það er ekki min hugmynd, heldur krefjast þeir í „Miðstöðinni" þess. Á eftir færðu kannske tækifæri til þess að eyða svolitlum tíma hjá fjölskyldu þinni. Svo verðum við að vinna að því að gera „goðsögnina" um æviferil þinn pottþétta, og þú ferð í ferðalag til Vestur-Evrópu. Þú verður að fá svolitla æfingu í að leika Ameríku- mann utan Sovétríkjanna“. Prófið stóð í fimm daga og tók til allra þátta þjálfunar hans. Það voru ekki eingöngu hinir venju- legu kennarar Tuomi, sem spurðu hann, heldur einnig ókunnir menn, sem hann fékk aldrei a'ð vita nein deili á. Sumar spurningar þeirra gengu svo miklu lengra en það, sem honum hafði verið kennt, að hann óttaðist, að þeir væru ákveðn- ir í að fella hann. Tuomi fékk ekki að vita um úr- slit prófsins fyrr en eftir þrjá daga. Þá færði Galkin honum skilaboð frá „Miðstöðinni". „Þér er hérmeð opinberlega tilkynnt, að prófárang- ur þinn var sá, sem hér segir: í kenningum og starfsaðferðum á sviði njósna hlauztu ágætiseinkunn, þó með þeirri athugasemd, að þú þurfir að ná meiri leikni í að skynja það, ef þér er veitt eftirför, og „hrista alla sporhunda af þér“. í heimspeki oghugmyndafræðinjósn- anna fékkstu ágætiseinkunn. í ljós- myndun fékkstu fullnægjandi eink- unn. í dulmálsfræði fékkstu ágæt- iseinkunn. í amerískum fræðum og
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.