Úrval - 01.07.1970, Page 113

Úrval - 01.07.1970, Page 113
ÞANNIG ERU NJÓSNARAR RÚSSA ÞJÁLFAÐIR 111 skriffinnskunni. Og hann var ólík- ur öðrum að því leyti, að hann dró enga dul á það. „Þú skalt ekki vera heimskur bókstafsþræll“, sagði hann við Tuomi. „Takist þér að finna betri aðferð til þess að fram- kvæma það, sem þér hefur verið fyrirskipað, skaltu nota hana án þess að velta vöngum yfir því. Þú ferð vestur til þess að ná árangri, en ekki til þess að fara eftir ýtar- legum fyrirmælum. Eitt sinn þurfti ég að koma frá mér orðsendingu í hvínandi hvelli, þegar ég vann í New York. Ég mátti ekki neinn tíma missa, svo að ég setti hana í dulmál í sæti mínu í neðanjarðar- lest þar, hinn rólegasti. Hafi ein- hverjir tekið eftir sýsli mínu, hafa þeir líklega haldið, að ég væri að ráða krossgátu. Stundum valda mest áberandi staðir eða verknaðir minnstri tortryggni. Mergur máls- ins er þessi: Þegar maður er bú- inn að koma sér fyrir, má maður ekki eyða svo miklum tíma í að leynast og laumast, að maður fái ekki ráðrúm til þess að framkvæma neitt“. Polyakov spurði Tuomi í þaula og leitaði hinna ýtarlegustu upp- lýsinga um líf hans, sem gætu kom- ið heim og saman við „goðsögnina“, sem átti að taka til alls þess, sem hann hefði gert síðustu 25 árin. „Auðvitað verðum við að „frum- semja“ heilmikið", sagði hann til skýringar, „en samt alltaf með hlið- sjón af því, að við getum notfært okkur sannleikann til þess að fylla upp í ýmsar eyður. Þannig verður auðveldara fyrir þig áð tileinka þér þennan tilbúna æviferil, þessa „goðsögn" um líf þitt“. Samkvæmt „hinum tilbúna ævi- ferli, sem samþykktur var af „Mið- stöðinni", fæddist Tuomi í Michi- ganfylki og ólst þar upp í nokkr- um smábæjum. Stjúpfaðir hans yf- irgaf fjölskylduna, eftir að systir Tuomi dó árið 1932, og það fréttist aldrei neitt af honum eftir það. Næsta ár fluttist Tuomi með móð- ur sinni til Minnesotafylkis og starfaði þar á búgarði ömmu sinn- ar. Þegar hann var í sumarleyfis- ferð í nyrðri hluta Michiganfylkis fimm árum síðar giftist hann bernskuvinstúlku sinni, Helen Mat- son að nafni. Rekstur búgarðsins fór að ganga illa á árinu 1941, og því fór Tuomi í atvinnuleit til New Yorkborgar. Þar bjó hann í fjöl- býlishúsi við Decaturgötu í Bronx- hverfinu. Herkvaðningarskrifstofan veitti honum undanþágu frá her- þjónustu, vegna þess að hann hafði eiginkonu, móður og sjúka ömmu á framfæri sínu í Minnesota. Tuomi tókst ekki að fá starf í New York, en svo fékk hann starf í skógarhöggsmannabúðum við Fraserána nálægt borginni Van- couver á vesturströnd Kanada. Seinna fór hann að vinna hjá timb- ursölumiðstöð sama fyrirtækis í sjálfri Vancouver. Og þar var hann allt fram til ársins 1949. Það ár fluttist hann til Milwaukee í Wis- consinfylki. Þar starfaði hann á vélaverkstæði og síðar í afgreiðslu- deild einnar af verksmiðjum Gen- eral Electric. Svo setti hann á lagg- irnar lítið skápaverkstæði. Árið
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.