Úrval - 01.07.1970, Síða 114

Úrval - 01.07.1970, Síða 114
112 1956 yfírgaf eíginkorian hann, en hún hafði verið honum ótrú. Þá átti hann við mikla andlega erfiðleika að stríða, sem orsökuðust af því, að eiginkonan hafði yfir- gefið hann. Hann hirti því minna um verkstæði sitt en áður, og rekst- urinn fór að ganga illa. Svo fór, að hann lagði rekstur þess niður árið 1957. Þá fluttist hann til New York. Ætlaði hann sér að læra bókhald og byrja á nýjan leik. Síðasta starf hans hafði verið hjá timbursala ein- um í Bronxhverfinu. Hann var núna að leita sér að íbúð, vegna þess að hann hafði neyðzt til þess að flytja úr húsinu, sem hann hafði búið í, því að það átti nú að rífa það vegna nýrrar aðakstursleiðar að George Washingtonbrúnni yfir Hudsonfljótið. Hann átti að nota nafn það, sem hann hafði hlotið við fæðingu, Kaarlo R. Tuomi, svo að hinn tilbúni æviferill hans rynni saman við raunverulegan æviferil og erfitt yrði að greina þar á milli. „Þetta er prýðileg, áreiðanleg „goðsögn", sagði Polykov. „Ég hef samið þær í tylftatali, og engin þeirra hefur brugðizt enn“. Polya- kov útskýrði fyrir honum ýmsar staðreyndir, sem hinn tilbúni ævi- ferill hans hvíldi á. Og Tuomi fór að gera sér grein fyrir því, að sovézkir njósnarar í Bandaríkjun- um hlytu að hafa eytt þúsundum stunda í að safna ýmsum upplýs- ingaatriðum, er virtust vita mein- lausar í augum annarra. Það var nefnilega um að ræða raunverulega Helen Matson, sem hafði haldið burt frá smábæ í norðurhluta Michiganfylkis til þess ÚRVAL að giftast, eri svo hafði ekkert af henni spurzt síðan. Amman var lát- in, og búgarður hennar hafði verið lagður undir aðra búgarða fyrir löngu. Fjölbýlishúsið í Bronx- hverfinu í New Yorkborg, sem hann var sagður hafa búið í, hafði verið brotið niður vegna vegafram- kvæmda. Timbursölumiðstöðin í Vancouver hafði skipt um eigend- ur, og núverandi eigendum hennar væri sjálfsagt alveg ókunnugt um, hverjir höfðu unnið þar fyrir mörg- um árum. Eigandi vélaverkstæðis- ins í Milwaukee var látinn, og hreyfing á starfsfólki í afgreiðslu- deild General Electricverksmiðj- unnar var svo ör, að það var gert ráð fyrir því, að hver sem væri hefði svo sem vel getað unnið þar, án þess að nokkur myndi eftir hon- um. Þar að auki var hinn tilbúni æviferill „styrktur" með fjölda nafna og persónueinkenna fjölda manna, sem Tuomi átti að hafa þekkt á þeim stöðum, sem hann var sagður hafa búið og unnið á. „Það er um að ræða þúsundir smáatriða, nafna, dagsetninga, staða og atburða, sem þú verður að leggja á minnið“, sagði Polyakov við hann í varnaðarskyni. „Þú verður að lifa og hrærast í þessum tilbúna ævi- ferli þínum nótt og nýtan dag héð- an í frá. Við höfum tekið kvik- myndir eða ljósmyndir af mörgum þeim stöðum, sem þú ert sagður hafa dvalið á. En þegar þú ert kominn vestur, verðurðu samt að heimsækja staði þessa og kynnast þeim sjálfur. Þú ert í sífelldri hættu, þangað til þú ert búinn að því, í því tilfelli, að þú yrðir tek-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.