Úrval - 01.07.1970, Side 115

Úrval - 01.07.1970, Side 115
ííá ÞÁNNIG ERU NJÓSNARAR RÚSSA ÞJÁLFAÐÍR inn til rækilegrar yfirheyrzlu. Fyrstu mánuðirnir eru hættulegast- ir“. Skattavandamálið var hið eina vandamál, sem Polyakov gat ekki fullkomlega leyst. Það var í raun- inni engin leið að útskýra, hvers vegna Tuomi hafði aldrei sent skattskýrslu til skattstofunnar. „Þú mátt aldrei fara til skattstofu eða tala við nednn af starfsmönnum skattheimtunnar undir nokkrum kringumstæðum“, sagði Polyakov. „Þú skalt hafa samband við okkur tafarlaust, ef þú færð boð um að koma á þeirra fund. Þá verður tek- in ákvörðun um, hvað gera skuli“. „HEFURÐU NOKKURN TÍMA DREPIÐ MANN“? Næstu vikurnar æfði Tuomi hinn tilbúna æviferil sinn stöðugt. Polya- kov lék þá hlutverk bandarískra lögreglumanna eða atvinnuveit- enda, spurði hann í þaula og lagði gildrur fyrir hann til þess að reyna að hremma hann með hjálp afdrifa- ríkrar tvísagnar. Sovézkum njósn- urum hafði tekizt að taka kvik- myndir á þrem af þeim vinnustöð- um, sem Tuomi var sagður hafa unnið á. Tuomi skoðaði myndir þessar í þaula og horfði á „starfs- bræður“ sína vinna, en á meðan skýrði Polyakov honum frá nöfn- um þeirra, persónueinkennum og venjum. Þann 9. júlí tilkynnti Polyakov Tuomi, að nú ætti hann bráðlega að fara í tveggja mánaða sendiför til Vestur-Evrópu og Skandinavíu og ætti hann að æfa sig þar í hlutverki sínu sem Ameríkumaður. Fyrst skýrði hann Tuomi frá ferðaáætl- uninni, sem „Miðstöðin" var búin að semja fyrir hann. Svo spurði hann hinn rólegasti líkt og af hend- ingu: „Hefurðu nokkurn tíma drep- ið mann?“ „Ég veit það ekki með vissu,“ svaraði Tuomi. „Líklega gerði ég það í stríðinu.“ „Nei, ég á ekki við það,“ sagði Polyakov. „Ég á við, hvort þú haf- ir nokkurn tíma gengið að manni, sem þú vissir, að þú yrðir að út- rýma, horft á hann og drepið hann síðan?“ Spurningin var svo umbúðalaus og ruddaleg, að Tuomi svaraði taf- arlaust: „Ég er ekki morðingi, ef það er það, sem þú átt við.“ „Það er ekki um það að ræða hvort þú sért morðingi, heldur hvort þú hafir til að bera nægilegt hugrekki til þess að vera föður- landsvinur,“ svaraði Poliakov kuldalega. „Við skulum hugsa okk- ur, að það væri um mann eða konu að ræða af bandarísku, sovézku eða einhverju öðru þjóðerni, persónu, sem setti okkur í stöðuga hættu með tilveru sinni. Við skulum gera ráð fyrir, að einhver óvinveittur njósnari hefði smogið inn í raðir okkar. Við skulum gera ráð fjrrir, að einhver okkar manna gerðist svikari. Gætirðu þá útrýmt þeim manni? Auðvitað mundirðu aldrei gera slíkt upp á eigin spýtur. Slík- ur verknaður verður að vera skipu- lagður á æðstu stöðum, vegna þess að hann getur haft hættulegar hlið- arverkanir í för með sér. En nú orðið höfum við alls konar útrým- ingartæki, sem skilja ekki eftir sig
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.