Úrval - 01.07.1970, Side 116

Úrval - 01.07.1970, Side 116
114 ÚRVAL nein merki. DauSdaginn virðist vera alveg eðlilegur. Þú yrðir vand- lega undir þetta búinn og hefðir beztu tækjum á að skipa. En þá er eftir að svara þeirri spurningu, hvort þú værir fær um að gera skyldu þína.“ „Ég hef alltaf gert skyldu mína,“ svaraði Tuomi hátíðlega. „Ég held, að ég muni alltaf verða fær um það.“ „Þetta er einmitt svarið, sem ég vildi heyra,“ sagði Polyakov. „Við verðum að vera reiðubúnir að út- rýma hverjum sem er, ef nauðsyn krefur. Enginn er friðhelgur." Tuomi velti fyrir sér tilgangi þessa samtals, eftir að hann hafði jafnað sig. Þetta hafði verið honum sem áfall. Hann ályktaði, að hann ætti einnig að skilja þetta sem að- vörun. Ofurstinn hafði sjálfsagt einnig átt við, að hann mætti búast við, að honum yrði útrýmt, ef þörf krefði. „ERTU NJÓSNARI?“ Tuomi fór nú í æfingaleiðangur sinn sem bandarískur skemmti- ferðamaður. Hann lagði af stað frá Vnukovoflugvelli fyrir utan Moskvu með flugvél, sem fara átti til Kaup- mannahafnar. Slíkar ferðir til Vestur-Evrópulanda eru einn úr- slitaþáttur í þjálfun flestra sov- ézkra njósnara. í ferð þessari átti hann að tileinka sér enn frekar þær venjur og siði, sem hann yrði að lifa og hrærast í, þegar hann væri kominn af stað í sína endanlegu sendiför til Ameríku, þar á meðal allt, er laut að ferðalögum pöntun- um farmiða og gistiherbergja og fleira af slíku tagi, skyndisamræð- um við ókunnugt fólk og ýmislegt, er snerti erlendan gjaldeyri og pen- ingaskipti og reglur um slíkt. Æf- ingaferð þessi átti líka að verða til þess að draga úr áhrifum „þjóð- menningaráfalls“ þess, sem agaður komúniskur njósnari verður fyrir, er hann kemst í tæri við íburð og freistingar hins vestræna þjóðfé- lags, hið „ljúfa líf“ Vesturlanda. í Kaupmannahöfn steig Tuomi upp í aðra flugvél, sem fara skyldi til Parísar. Þegar hann kom til hinnar miklu heimsborgar við Signu, hóf hann laumuspil það, sem sovézkir njósnarar leika oft, eftir að þeir hafa laumazt inn í er- lent ríki undir fölsku yfirskini. Hann tók hótelherbergi • á leigu undir því nafni, sem hann hafði notað, er hann fór í gegnum út- lendingaeftirlitið á flugvellinum. Þar dvaldi hann um nóttina, reif vegabréf sitt í tætlur og skolaði því niður í salernisskálinni. Svo fór hann í annað gistihús og tók sér þar herbergi á leigu undir nafni, sem stóð á öðru vegabréfi, sem hann hafði í fórum sínum. Ef einhver grunur læddist að frönskum yfir- völdum, yrðu þau þannig að leita að manni, sem var algerlega horf- inn. Næstu 48 klukkustundirnar labb- aði Tuomi um stræti Parísar, ók í strætisvögnum og leigubílum og skipti oft um þá til þess að full- vissa sig um, að honum væri ekki veitt eftirför. Þegar hann hafði gengið úr skugga um, að svo var ekki, setti hann póstkort í póstinn, og á því gaf hann til kynna, að hann
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.