Úrval - 01.07.1970, Page 118

Úrval - 01.07.1970, Page 118
116 URVAL að. Hann spurði hann í þaula um ferðina og skildi hann svo eftir í íbúð njósnaskólans. Þar beið Gal- kin hans. „Nú er lögð rík áherzla á að senda þig sem allra fyrst vestur til Ameríku, og því verðurðu að nota hverja mínútu þess tíma, sem þú átt eftir að dvelja hérna í Moskvu. Ég er hræddur um, að þessi flýtir geri það að verkum, að þú getir aðeins eytt nokkrum dögum hjá fjölskyldu þinni. í rauninni er það kannske betra þannig. Það yrði þér líklega aðeins kvöl að eyða lengri tíma með henni núna.“ „Mig langar til þess að kaupa ýmislegt handa konunni minni,“ sagði Tuomi. „Ágætt,“ svaraði Galkin. „Já, vel á minnzt, laun þín hafa verið þre- földuð.“ Það þýddi, að þau voru orðin andvirði 550 dollara á mán- uði, sem voru feikna há laun sam- kvæmt sovézkum lífskjörum. „Ef ykkur vantar einhvern meiri háttar hlut, þarftu ekki annað en að segja mér frá því, og við skulum sjá um, að hann verði sendur til fjölskyldu þinnar.“ „Mig langar mjög til þess, að konan mín fái annaðhvort kæliskáp eða þvottavél," sagði Tuomi. „Hún skal fá hvort tveggja inn- an mánaðar,“ svaraði Galkin. Börnin voru stórhrifin af gjöfun- um frá París. Þau hlustuðu hug- fangin á, er Tuomi sagði þeim frá ferðum sínum. Og þau Viktor og Irina skýrðu honum stolt frá fram- förum sínum í skólanum. Það var snjókoma þetta síðdegi, en Tuomi bað son sinn samt um að koma út að labba með sér. Þeir gengu framhjá torginu, þar sem hann hafði tekið eftir aukabakkan- um með brauðsnúðunum, og fram- hjá aðalbækistöðvum KGB, þar sem þetta hafði allt byrjað. Tuomi átti erfitt með að hefja máls á því, sem hann vildi segja syni sínum. „Viktor, á morgun fer ég burt í sendiferð fyrir ríkisstjórn okkar,“ hóf hann máls. „Ég verð mjög lengi í burtu. Þú ert aðeins tíu ára, en þú verður samt að verða sá, sem hugs- ar vel um mömmu og systurnar, meðan ég er í burtu. Ef eitthvað hindrar mig í að snúa aftur, verður þú að hugsa vel um þær alla ævi.“ Næsta morgun fór fjölskyldan út saman til þess að horfa á þær Na- dezhdu og Irinu skauta í skraut- legu Parísarbúningunum sínum. Tu- omi tók eftir því, að hönd hans skalf, er hann reyndi að taka síð- ustu kveðjumyndina af þeim. Hann gat varla ráðið við þennan skjálfta. Nína og telpurnar fóru að gráta í leigubílnum á leiðinni til stöðvar- innar. Þegar lestin byrjaði að auka hraðann, stóð Tuomi á afturpalli lestarinnar og virti fyrir sér fjöl- skyldu sína, sem stóð þarna í þyrp- ingu og veifaði til hans. Hann brast í grát, þegar hann kom ekki auga á þau lengur. Fainna kom til þess að kveðja síðasta kvöld Tuomi í Moskvu. Hún virtist hlýlegri og kvenlegri en nokkru sinni áður. Það var eins og hún væri að ryðja burt þeim hindr- unarmúr hlédrægninnar, sem hafði alltaf skilið þau að, jafnvel eftir að þau urðu vinir. „Þetta er kannske í síðasta skiptið sem ég hitti þig,“
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.