Úrval - 01.07.1970, Page 127

Úrval - 01.07.1970, Page 127
HEIMUR HUGMYNDAFLUGSINS 125 ég slóst í fylgd með bróður mínum heim til Conan Doyles. Bróðir minn var síður en svo hrifinn af fylgd minni, en ég var þveginn og pússaður í snjóhvítu flannelsfötun- um mínum. Meðan bróðir minn og félagar hans léku tennis, lagði ég upp í rannsóknarleiðangur um stórt, dularfullt húsið. Ég hneigði mig fyrir þjónunum, sem ég mætti á göngunum, en loks kom ég inn í herbergi, troðfullt af skrautbúnum fylkingum tilbúinna hermanna, skipuðum til orrustu á ógnarstóru, tilbúnu landslagi. Þarna var tylft brezkra hersveita með brynvarðar bifreiðir, fallbyssur, dregnar áfram af hestum, og vél- byssur, sem dreift var um velli Flanders, en að baki víglínunnar biðu hópar hermanna, tilbúnir að taka þátt í bardaganum. Ég stóð þarna steini lostinn, hjartað barð- ist ákaft í brjósti mér í spennu leiksins. Ég veit ekki, hve lengi hinn mikli maður hafði staðið þögull að baki mér. Mér fannst hann stór, þéttur á velli og handstór, skuggalegur á- sýndum, með mikið yfirvangaskegg og gullspangagleraugu. Hann var í þykkum, dökkum fötum, stuttu vesti og með fyrirferðarmikið hálstau, sem virtist allt of heitt að sumr- inu. Barnslegur ótti minn við hann hvarf eins og dögg fyrir sólu, þegar hann fór að tala. Hann reyndi ekki að komast að því, hver ég væri, með þeim spurningum, sem venju- lega eru lagðar fyrir ókunnug börn. Hann virtist taka veru mína þarna í húsinu eins og sjálfsagðan hlut. Hann tók sér stöðu við hlið mína og benti á frægar herdeildir, sagði frá orrustum þeirra á svo töfrandi hátt, að hugmyndaflug mitt fékk vængi og ég heyrði byssuskotin og sprengjuhvininn í orrustunni við Somme, — þar sem hinn svonefndi „Kaldistraumsvörður" gat sér hvað mestan orðstír. Ég þvældist á milli þeirra, heyrði fyrirskipanir allt í kringum mig, höfðað til síðustu dreggja hugrekkis, og fyrirskipanir um endurteknar árásir, þar til óvin- unum var stökkt á ruglingslegan flótta. Skyndilega, þegar fyrstu bleik- rauðu geislar sólarlagsins læddust skáhalt inn um gluggann, tók sir Arthur festulega í hönd mér og sagði: „Þú ert að gera þá uppgefna", —• ekki ásakandi, heldur í anda leiksins. „Þeir verða að berjast aft- ur á morgun“. Svo bætti hann við í viðlíka eðlilegum tón og hann væri að kalla til kvöldverðar: inn og gá, hvort við sjáum álfana“. „Komdu, við skulum fara út í garð- Ég man, að ég leit snöggt til hans, vonsvikinn af því, að hann skyldi, þegar öllu var á botninn hvolft, vera eins og allt annað fullorðið fólk. En ekki gætti hins minnsta hrekks í svip hans. Við fórum út fyrir, — hinn fullorðni sakleysingi leiddi hið lífsreynda. barn við hönd sér, — gegnum yfir stóru grasflöt- ina að steinbekk undir alpafjólu- runnum. Þar biðum við úr allra augsýn, þar til húmið seig yfir garð- inn. „Við verðum að sitja grafkyrrir“, hvíslaði sir Arthur, „annars láta þeir ekki sjá sig“.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.