Úrval - 01.05.1971, Blaðsíða 4
2
ÚRVAL
VINDUR UM NÖTT
Hvort sástu vorið veg þínum á,
vindur um nótt?
Hvað viltu því, hvort ég vorið sá?
kvað vindur um nótt.
Veit það ei, því veldur mín þrá,
og vakan hverfur ei augum mér frá,
vindur um nótt.
Hvort ert það þú, sem þreyir og bíður?
Já, það er ég.
Og kveður í þrá hverja stund er líður?
Já, það er ég.
Og gáir, hvort laufið á viðunum vaknar,
því vorið skal færa þér þann, er þú saknar?
Já, það er ég.
Lát vökuna dvína, — lát víkja þrá,
kvað vindur um nótt.
Á leið minni að vísu ég vorið sá,
kvað vindur um nótt.
En lauf þess var dapurt og líkföl þess brá,
og ljóðið, er andaði vörum þess frá,
sem vindur um nótt...
Jóhann Jónsson.
V______________________________________/
sem tilraunin leiddi til.
Við rekjum ekki efni
þessarar athyglisverðu
greinar nánar hér, en
ráðleggjum öllum les-
endum að fletta upp á
blaðsíðu 59 og lesa hana.
BÓKIN FJALLAR að
þessu sinni um „kúrek-
ann í frumskóginum“ —
Stan Brock, sem kom til
Brezku-Guiönu fyrir
norðan Brasilíu eftir að
hafa flosnað upp frá
skólanámi. Hann hafði
ekki annað að vegar-
nesti en 10 sterlings-
pund og óslökkvandi
ævintýraþrá. Þegar
hann hélt þaðan burt
fimmtán árum seinna
var hann orðinn þaul-
vanur kúreki og bú-
stjóri á nautgriparækt-
arbúi. Auk þess hafði
hann getið sér góðan
orðstír sem dýrafræð-
ingur og náttúruunn-
andi.
HÖFUNDUR lýsir lífi
sínu á þessum suðlœgu
slóðum, sem einkennast
af hættum og töfrum í
senn. Hann leiðir les-
andann inn í framandi
umhverfi, og þótt ekki
sé greint frá neinum
harmrœnum atburðum,
tekst honum að gera
frásögn sína bœði litríka
og skemmtilega.