Úrval - 01.05.1971, Blaðsíða 29

Úrval - 01.05.1971, Blaðsíða 29
DAVID FROST ER ENGUM LÍKUR 27 um Westinghouse, þ. e. frá mánu- degi til föstudags (að honum með- töldum), eru hvorki meira né minna en 250 talsins. En það er að- eins hluti af því, sem Frost kemur í framkvæmd árlega. A veturna hefur hann einnig laugardagsþætti 13 vikur í röð á vegum brezka einkasjónvarpfélagsins í Lundúnum. Og svo á hann fyrirtæki og hluti í ýmsum fyrirtækjum beggja vegna Atlantshafsins, allt frá nótnaút- gáfufyrirtæki til kvikmyndafélags. Frá því í september og fram í miðjan desember í fyrra flaug hann frá New York til Lundúna aðfara- nótt föstudags, vann þar allan föstudaginn og laugardaginn að þættinum „Frost á laugardögum“, sem tekur klukkutíma, flaug síðan tilbaka til New York á sunnudög- um og vann þar fjóra daga við að koma fimm „Þáttum Davids Frosts“ á band þar. Og svo hélt hann aftur til Lundúna. „David vinnur ekki 24 stunda vinnudag,11 segir einn vinur hans. „Hann vinnur 28 stunda vinnu- dag og tekur bara fjóra tima að láni hjá morgundeginum." Enn er því svo farið með Frost, að hann er hvergi ánægðari en í sjónvarpsupptökusölunum. „í mín- um augum er vinnan unaður," seg- ir hann. En vinir hans velta því fyrir sér, hversu lengi hann láti sér þessa ánægju nægja. Sumir þeirra álíta, að fjármálasnilli hans inuni ýta honum út á braut stór- fjármála, kannske á sviði fjar- skipta og þá næstum örugglega í Bandaríkjunum, enda hefur hann þetta að segja um Bandaríkin: „ÍÉg elska þá ólgu, sem er í öllu lífi í Bandaríkjunum." En hann neitar að segja afdráttarlaust, hverjar framtíðaráætlanir hans eru. „Ég er fullkomlega hamingjusamur," seg- ir hann bara. Það er erfitt að hugsa sér hann sem metnaðargjarnan mann, er einskis svífst. Ef til vill hefur hinn sanni David Frost einna helzt birzt mönnum í sjónvarpsviðtali hans við gest einn, sem hélt því fram, að jurtir hefðu tilfinningar eins og fólk og kom með jurt inn í sjón- varpsupptökusalinn máli sínu til sönnunar. „Hann festi eins konar lygamæli við blöðin á henni,“ seg- ir Frost, „og bað mig að segja eitt- hvað fallegt við hana. É'g gerði það, og mælirinn ætlaði þá alveg vitlaus að verða. Svo sagði hann mér að segja eitthvað andstyggilegt við hana, segja til dæmis, að hún væri rotin og viðbjóðsleg jurt. Og á ég að segja ykkur dálítið? Ég gat það bara alls ekki.“ Faðir einn fór með dóttur sína á táningaaldrinum á leikrit, sem verið var að sýna á Broadway í New York. Næsta dag viðurkenndi hann, að leikritið væri dálítið djarfara en hann hefði búizt við. „Mér var svo sem alveg sama, þótt hún sæi það,“ sagði ihann. ,,En það, sem mér var ekki sama um, var sú staðreynd, að :hún hló alltaf á réttum stöðum.“ Frú Edward L. Lormand.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.