Úrval - 01.05.1971, Blaðsíða 99

Úrval - 01.05.1971, Blaðsíða 99
KÚREKINN í FRUMSKÓGINUM 97 ekki greint það í augum hans, að hann hefði árás í hyggju. Tillit hans bar aðeins vott um tign, vald og stolt. Hann sneri síðan síðunni hægt að mér, svo að ég sá betur þennan dýrðlega feld. Svo hvarf hann algerlega í grasið á næsta augnabliki. Þessi atburður hafði óafmáanleg áhrif á mig. Hingað til hafði öll orka mín beinzt að því að sigrast á þeim erfiðleikum, sem stóðu í vegi fyrir því, að ég gæti orðið dugandi kúreki. Ég hafði barizt fyrir að hljóta viðurkenningu með- al Indíánanna. Ég hafði næstum gleymt bernskuást minni á dýrum og sögum föður míns um villidýra- lífið í Guyana. Nú lifnaði ást mín á náttúrunni og sköpunarverki hennar við að nýju mjög snögglega. Nú sá ég, að dvöl mín á Dadana- wabúgarðinum var alveg óviðjafn- anlegt tækifæri til þess að rann- saka dýralíf Suður-Ameríku og kynnast því algerlega milliliðalaust. Ég hafði 3000 fermílur ósnortinna dýraheimkynna til umráða og hið bezta farartæki sem hugsazt gat til slíks rannsóknarstarfs, þennan kyrrláta og rólynda hest. Það mót- aðist því ekki aðeins „vaquero“ þessa fyrstu mánuði á Dadanawa- búgarðinum, heldur leit þar einnig nýr náttúrufræðingur dagsins ljós. SIGUR KÚREKANS Önnur þeysireið mín á Cang reyndist verða heldur en ekki bet- ur ólík þeirri fyrstu. Ég reyndi sem sé aftur við hann, eftir að rifbein- in voru orðin gróin. Það var óum- flýjanlegt, að ég gerði slíkt. Það eru óskrifuð lög á meðal suður-ame- rísku kúrekanna, að leggi maður einhvern tíma hnakk á ótaminn hest, megi maður ekki gefast upp við hann, heldur verði að halda áfram að fást við hann allt til enda. Indíánarnir minntust ekkert á ívrstu tilraun mína til þess að ráða niðurlögum Cangs. Það var líkt og þeir vildu segja, að það væri ekki að marka hana. En þegar ég fór inn í hestagirðinguna til þess að kljást við hann öðru sinni, söfn- uðust 40 Indíánar þar saman til þess að fylgjast með atinu. Ég átti í sömu erfiðleikum sem fyrr við að koma hnakknum á hann. Og mér gekk jafnvel enn verr að komast á bak en áður. En loks sveiflaði ég mér upp í hnakkinn. Ég fann, að ég var altekinn ótta. Cang setti strax undir sig haus- inn og æddi af stað á villtu stökki. En í þetta skipti vildi svo vel til, að hann stökk beint af augum eitt- hvað út á sléttuna. Ég hætti að reyna að halda í við hann og leyfði honum að stökkva eins og hann komst. Eftir mílufjórðungsreið lyfti hann loks hausnum. En hann byrj- aði ekki að þreytast, fyrr en við höfðum þeyst áfram heila mílu. Hann gekk nú upp og niður af mæði, og svitinn lak af honum. Ég hélt þannig áfram í þrjá klukkutíma. Það var eins og haus- inn á honum væri úr járni, og ég varð stöðugt að halda fast í taum- inn, þangað til það logblæddi úr höndunum á mér. Hann virtist fæl- ast við hvað eina, sem varð á vegi hans, beltisdýraholur, maurabú og jafnvel spýtur. Hann stökk snögg- i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.