Úrval - 01.05.1971, Blaðsíða 48
46
TJRVAL
reyna að bjarga örmagna fólki, sem
sjórinn skolaði þar á land. „Ég hef
aldrei séð menn sýna slíkt hug-
rekki,“ sagði yfirmaður þeirra.
Ungri stúlku og roskinni konu skol-
aði lifandi á land. Þær héldu
dauðahaldi hvor í aðra. Lögreglu-
menn þrifu til þeirra. Tókst þeim
að ná taki á stúlkunni, en lög-
regluþjónn missti takið á rosknu
konunni. Alda bar hana frá landi,
og næsta alda, sem skall upp á
ströndinni, skellti henni svo utan í
klettana, svo að hún beið bana.
Klukkan 2.10 hafði ,,Wahine“
sokkið til botns, en hluti skrokks-
ins stóð þó enn upp úr sjónum.
Robertson skipstjóra og þrem
öðrum, sem voru enn um borð, var
svo bjargað af björgunarliði. Bar-
daganum var lokið. Um kvöldið
var höfnin í Wellington algerlega
lygn, og bærðist ekki hár á höfði.
o—o
51 dóu í Wahineslysinu. Það má
teljast kraftaverk, að 684 björguð-
ust í land heilir á húfi. Við sjó-
prófin kom ekkert það fram. sem
gæti leitt í Ijós, að hægt væri að
kenna nokkrum um það, sem kom-
ið hafði fyrir skipið. Allir með-
limirnir höfðu barizt eins og hetj-
ur og gert allt mögulegt til þess
að reyna að bjarga fólki. Frá því
voru alls engar undantekningar.
Þessi fellibylur var ógnvænlegt
dæmi um tryiltar og ofboðslegar
náttúruhamfarir.
Ég var að fá mér hádegissnarl á snarlbar á miklu umferðarhorni i
Miami Beach. Skyndiiega kom stóreflis matsöluvagn akandi að byggingu,
sem var í smíðum ,þar rétt hjá. Og áður en ég vissi af, var vagninum
lyft upp með risavöxnum krana, alla leið upp á sjöttu hæð. Þegar
þangað kom, þyrptust byggingaverkamennirnir, sem þar voru við
vinnu, að vagninum og keyptu sér ýmislegt snarl. Og þegar því var
lokið, var vagninn látinn siga. Og svo ók bílstjórinn honum ósköp
rólega af stað aftur.
Samnel L. Russell.
1 úthverfi okkar i Westchester County er skipulag gatna alveg stór-
furðulegt. Þess vegna er það ekki ótítt, að fólk, sem er þar ókunnugt,
villist illilega. Dag einn stanzaði ökumaður einn við húsið okkar og
spurði til vegar heim að húsi Landryhjónanna. Hann var alveg ringlað-
ur á svipinn. Ég sagði honum að beygja til vinstri við næsta horn, taka
svo beygju til hægri og stanza síðan við þriðja hús til hægri; það
væri hús Landrýhjónanna. En áður en hann ók af stað, bætti ég við,
að Landryhjónin byggju þar reyndar ekki lengur, því að þau væru
flutt. „Já, ég veit það,“ sagði bann skömmustulega. „Ég bý Þar.“
J. M. Posen.