Úrval - 01.05.1971, Blaðsíða 97

Úrval - 01.05.1971, Blaðsíða 97
KÚREKINN í FRUMSKÓLíINUM 95 baki mér tók Cang undir sig stökk, og síðan skall þessi 700 punda skrokkur ofan á mig. Það var eins og mér hefði verið þjappað saman í eina klessu. Loftið þaut út úr lungum mér, er hann skall ofan á mig, og ég fann, að nokkur rif lögðust saman, og ég sá stjörnur og eldingar í einhverri rauðri móðu. Ég gat heyrt kúrekana hlæja, er þeir riðu fram hjá mér. Þeir voru að reyna að ná í Cang. Ég brölti á fætur og staulaðist heim að húsinu. Ég tók andköf og átti mjög erfitt með andardrátt. Einhvern veginn tókst mér samt að komast upp í herbergið mitt. Þar hneig ég niður, er ég fann til of- boðslegra kvala í brjóstholinu. É’g vaknaði við, að svalt vatn rann niður enni mér. Irene lá á hnjánum við hliðina á rúminu. „Hvernig líður þér, herra?“ spurði hún. „Ég veit það ekki,“ svaraði ég. Það lá við, að ég væri hræddur við að reyna að tala. „Ég held, að það hafi brotnað í mér nokkur rif. Það verður víst að vefja um þau.“ Nokkrum augnablikum síðar kom Irene tilbaka með stóreflis rúllu af plástri. Ég reis á fætur með erfið- ismunum og hún studdi mig, þang- að til mig svimaði heldur minna. Hún vafði plástrinum utan um mig, hvern hringinn á fætur öðrum, sam- tals fimm hringi. En ég studdi mig við vegginn á meðan. Mig verkj- aði í bólgna vefina við þrýsting- inn frá plástrinum, en mér leið svolítið betur. En þegar ég gekk nokkur skref, fann ég til óskap- legra kvala í hverju skrefi NÁTTÚRUFRÆÐINGUR LÍTUR DAGSINS LJÓS Það leið vika, þangað til ég klöngraðist heldur vandræðalega á bak Smjörkúlu á nýjan leik. Með- an rifbeinin voru að gróa næstu 2 —3 vikurnar, stytti ég mér stundir með því að fara ríðandi í langar ferðir á Smjörkúlu í Kanakufjöll- unum, sem voru um þrem mílum fyrir norðan búgarðinn. Ég reið mjög hægt og varlega. Þessi þrjú þúsund feta hái fjallhryggur er þakinn þéttum frumskógi, svo þétt- um, að það er ekki hægt að fara ríðandi um hann. En savannagras- ið teygir sig inn á milli fjallanna eftir ótal dölum og dældum, og við Smjörkúla fórum í hvern rann- sóknarleiðangurinn á fætur öðrum í Kanakufjöllunum. Ég var stöðugt steinhissa á hinu fjölskrúðuga fuglalífi. Þarna gat að líta kóngahrægamma, hauka og toucana með hvítan háls og risa- vaxinn gogg, sem var eins langur og skrokkurinn. Þeir minnstu og fegurstu allra fuglanna voru kóli- brífuglarnir. Þeir svifu stundum saman á sama stað í loftinu, flugu áfram og aftur á bak eins og ör- litlar þyrlur og leituðu með odd- hvössum gogginum að skordýrum og hunangi hitabeltisblómanna. Ein- staka sinnum rakst ég á hreiður þeirra. Þau voru ósköp fínlega gerð og aðeins á stærð við fingurbjörg. Þau voru snilldarlega skorðuð við litlar greinar og bundin við þær með stolnum þráðum úr köngur- lóarvefjum. Eitt sinn sá ég 20—30 hrægamma hnita hringi yfir bletti einum. Þeir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.