Úrval - 01.05.1971, Blaðsíða 31

Úrval - 01.05.1971, Blaðsíða 31
WILLY BRANDT DANSAR Á LÍNUNNI 29 svo orð: „Engin þjóð g'etur losnað við sögu sína.“ Núna, eða með öðrum orðum 25 árum eftir stríðslok, er Willy Brandt fyrsti vestur-þýzki stjórn- málamaðurinn, sem hefur reynzt reiðubúinn til þess að viðurkenna að fullu afleiðingarnar af ósigri Þýzkalands, þ. e. viðurkenna sið- ferðilega ábyrgð Þýzkalands, við- urkenna sem staðreynd, að Þýzka- land hefur glatað landamærahéruð- um, ekki aðeins um stundarsakir, heldur til frambúðar, og viður- kenna skiptingu landsins í tvö ríki sem óhagganlega staðreynd. Þótt enginn formlegur evrópskur friðar- samningur hafi verið undirritaður, hefur Brandt þannig birt mönnum nýja mynd af Evrópu framtíðar- innar, þá djörfustu sýn, sem mönn- um hefur birzt, síðan járntjaldið var látið síga, og jafnframt þá sýn, sem veitir beztar vonir um ein- hverja framtíðarlausn. Með hernað- arlegt og efnahagslegt mikilvægi Vestur-Þýzkalands að bakhjarli, en það er ekki lítið, reynir hann nú að stuðla að sameiningu Vestur- Evrópu, sem mundi að vísu halda áfram að vera í nánum tengslum við Bandaríkin, en mundi einnig hafa nægilegt sjálfstraust til að bera til þess að mynda náin tengsli við kommúnistaríkin. Með þessari viðleitni sinni hvetur hann einnig kommúnistaríkin til þess að auka samskiptin við Vesturlönd og veita þannig eigin þegnum sínum óbeint meira frelsi en þeir hafa haft hing- að til. AUSTUR OG VESTUR MÆTAST Eftir að Brandt var kosinn fyrsti sósíaldemókratiski kanslari Vestur- Þýzkalands í október árið 1969, hóf hann næstum samstundis að fram- kvæma þær stjórnmálaáætlanir, sem höfðu verið að þróast innra með honum árum saman. Brandt er ákaflega mislyndur maður. Hann er tæp 6 fet á hæð og um 180 pund á þyngd, sem sagt þéttur á velli. Fyrst hélt hann á fund í Haag í Hollandi, sem haldinn var á vegum landa hins sameiginlega Evrópu- markaðs ,en hann sátu æðstu menn þeirra sex landa, sem til hans telj- ast. Mál hins sameiginlega Evrópu- markaðs voru að komast í sjálf- heldu, og við blasti alger afturför. Var það að miklu leyti því að kenna, að Charles de Gaulle hafði neitað að gefa leyfi til þess, að rík- in sex bættu nýjum meðlimaríkj- um við bandalagið. Því var orðið vart við ótta um, að samtök þessi mundu leysast upp, nema hafizt væri handa að nýju um frekari framkvæmdir á þessu sviði. „Þýzka þingið og þjóðin vænta þess af mér, að ég snúi heim aftur með ákveðna samninga og áætlan- ir um stækkun og útvíkkun Mark- aðsbandalagsins,“ sagði Brandt við Georges Pompidou forsætisráðherra Frakka á opnum fundi. „Þeir, sem óttast efnahagslegan styrk Vestur- Þýzkalands,“ bætti hann kænlega við, „ættu ekki að vera mótfallnir slíkri útvíkkun.“ Pompidou tók því aðra stefnu en fyrirrennari hans og samþykkti, að hafnir skyldu samningar að nýju
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.