Úrval - 01.05.1971, Blaðsíða 62
60
ÚRVAL
um. Hún hafði lagt hart að sér
síðan í september til þess að öðl-
ast traust og vináttu nemenda
sinna 28. Það, sem hún hugðist nú
gera, gæti vegið að rótum þessa
nána sambands og jafnvel skaðað
tilfinningar sumra barnanna. En
hún gat ekki komið auga á neitt
annað úrræði, sem yrði börnunum
áhrifameiri kennsla.
Og þetta hófst meira að segja áð-
ur en skólabjallan hringdi. Einn
drengjanna kom hlaupandi inn í
kennslustofuna til hennar og hróp-
aði: ,,King var skotinn í gær,“
sagði hann æstur. „Hvers vegna
skutu þeir King?“
,,Við viljum ræða það betur á
eftir,“ sagði Jane. Og þegar þau
höfðu farið yfir lexíur sínar, var
það gert. Þegar börnin höfðu sagt,
hvað þau vissu, spurði Jane, hvað
þau vissu um svertingja. I smá-
þorpinu Riceville voru aðeins 898
íbúar. Þar voru engir negrar. í
kennslubókunum voru hvorki
myndir af negrum né á þá minnzt
einu orði. Það, sem börnin höfðu
um þá að segja, var því að mestu
bermál af viðhorfum foreldra, ætt-
ingja og vina.
Fljótt kom þó í ljós, að viðhorf
barnanna voru lík. Negrar voru
ekki eins gáfaðir og hvíta fólkið.
Þeir voru ekki eins snyrtilegir og
þeir börðust mikið. Ekkert af þessu
var þó látið í liós með haturshug,
heldur með eins konar fyrirlitn-
ingu.
Jane bað börnin að útskýra fyrir
sér, hvaða skilning þau legðu í
orðin hleypidómar, aðgreining og
óæffri. Þetta var ekki erfitt, þar
sem þau höfðu rætt um merkingu
þessara orða áður. Þá ræddi hún
um það, sem negrum er bannað
víðs vegar um Bandaríkin. En nú
fylltust börnin samúð með negr-
unum. Þau kenndu í brjósti um þá.
Þeim fannst ekki rétt að koma ekki
eins fram við þá. En þá höfðu þau
líka fengið nóg af umræðunum.
Þegar Jane sá að tekið var að
brydda á afstöðu samúðar og
skeytingarleysis meðal barnanna,
datt henni í hug bæn Sioux-Indí-
ánanna, sem hún hafði hugsað sér
að kenna börnunum: „Ó, þú mikli
andi, forðaðu mér frá að dæma ná-
unga minn, fyrr en ég hef gengið
heila mílu á þrúgunum hans“. —
Þessa mílu verða börnin að ganga
hugsaði hún.
„Hvernig haldið þið, að ykkur
fyndist að vera negradrengur eða
negrastúlka?" spurði hún bekkinn.
„Það er mjög erfitt að komast að
raun um það, nema við reyndum
það sjálf, hvernig það væri að þola
kynþáttaaðgreiningu. Eigum við að
reyna að komast að raun um það?“
Börnin voru bæði undrandi og
rugluð, þar til hún útskýrði fyrir
þeim, hvað hún hefði 1 hyggju.
„Hugsum okkur, að við skiptum nú
bekknum í bláeygt og brúneygt
fólk, og að í dag væri bláeygða
fólkið óæðra og ófullkomnara fólk-
ið. Síðan skulum við snúa þessu
við á mánudaginn. Eigum við að
reyna?“
Allur bekkurinn samþykkti þessa
uppástungu fullur áhuga. Sumum
fannst þetta ágætur leikur, aðrir
álitu, að með þessu móti losnuðu
þeir frá daglegri kennslu.