Úrval - 01.05.1971, Blaðsíða 13
NEGRARNIR SÆKJA FRAM ...
11
unum“ í Víetnam. Hann hefur lagt
stund á lögfræði við Mississippihá-
skóla. Hann hefur lengi kvartað
yfir takmörkuðum möguleikum
negra í Suðurríkjunum, enda þótt
þeir eigi að vera jafnréttháir hvít-
um mönnum á allan hátt. Og hann
álitur Mississippifylki, „Mongólíu-
fylkið“, sem er fátækasta fylki
Bandaríkjanna, „vera eins konar
nýtt landnámssvæði fyrir negr-
ana“. Og álítur hann, að þeir eigi
þar mikla ónotaða möguleika.
Skýrslur sýna, að mjög hefur
dregið úr flutningi negra frá Suð-
urríkjunum til Norðurríkjanna. Á
árunum 1940 til 1960 fluttust að
meðaltali um 152.700 negrar árlega
frá Suðurríkjunum til Norðurríkj-
anna. En á árunum 1960—1969 hef-
ur þetta meðaltal aðeins verið
88.000. Margir negrar í Suðurríkj-
unum segja, að nú þegar hafi jafn-
vel byrjað flutningur negra frá
Norðurríkjunum til Suðurríkjanna.
„Svart fóik flyzt nú aftur til
Mississippifylkis, þegar það á þar
völ á alls konar menntun, verk-
þjálfun og störfum," sagði James
R. Todd, aðstoðarframkvæmdastjóri
Vinnuaflsþjálfunarstöðvarinnar í
bænum Fayette í Mississippifylki,
en bær sá er í miklum uppgangi.
„Þetta fólk vildi í rauninni alls
ekki flytja burt, þótt það yrði að
gera það.“
Charles Williams, svartur blaða-
fulltrúi, sem flutti frá Atlanta í
Gorgíufylki til Detroit í Michigan-
fylki fyrir tveim árum, sagði ný-
lega: „Það eru svo miklu meiri
möguleikar hér í Suðurríkjunum,
þar sem svart -og hvítt fólk er í
rauninni farið að vinna saman á
ýmsum sviðum.“
Breytingarnar eru auðsæjar, þeg-
ar ferðazt er um Suðurríkin. Nú
eru almenningssalerni aðeins merkt
„Karlar" og „Konur“. (Norður-
ríkjamenn velta vöngum yfir því,
að á gömlum járnbrautarstöðvum í
Suðurríkjunum virðast vera ein-
hver aukasalerni, þar sem veggir
hafa verið fjarlægðir milli hinna
gömlu „svertingjasalerna" og „sal-
erna fyrir hvíta menn“). Sama er
að segja um opinbera drykkjar-
hana. Þeir eru nú ekki merktir
hvítum eða svörtum mönnum sér-
staklega, heldur til afnota fyrir
alla. Sama gildir um sæti í strætis-
vögnum og langferðabílum. Póstur
frá deildarverzlunum er nú áletr-
aður „herra“ eða „frú“ á undan
öllum nöfnum viðskiptamanna,
hvort sem þeir eru hvítir eða svart-
ir. (Að vísu hafði ein húsmóðir í
bænum Selmu í Alabamafylki þetta
að segja: „Við urðum að hætta að
greiða reikningana okkar, áður en
starfsfólk sumra verzlana fór að
kalla okkur „herra“ og „frú“ og
senda okkur reikninga með slíkum
titlum").
f nokkrum borgum má sjá svarta
fréttamenn í sjónvarpinu. Stöðvar
í Augustu hafa þætti með svörtum
vakningasöngvurum á sunnudags-
morgnum. Og ekki er hægt að
ferðast lengi um Suðurríkin án
þess að heyra í „Sveita“ Charley
Pride í útvarpinu og sjónvarpinu.
Það er svartur söngvari frá Sledge
í Mississippifylki, 32 ára að aldri,
sem hefur brotizt inn í raðir hvítra
söngvara á sviði „sveita- og kúr-