Úrval - 01.05.1971, Blaðsíða 13

Úrval - 01.05.1971, Blaðsíða 13
NEGRARNIR SÆKJA FRAM ... 11 unum“ í Víetnam. Hann hefur lagt stund á lögfræði við Mississippihá- skóla. Hann hefur lengi kvartað yfir takmörkuðum möguleikum negra í Suðurríkjunum, enda þótt þeir eigi að vera jafnréttháir hvít- um mönnum á allan hátt. Og hann álitur Mississippifylki, „Mongólíu- fylkið“, sem er fátækasta fylki Bandaríkjanna, „vera eins konar nýtt landnámssvæði fyrir negr- ana“. Og álítur hann, að þeir eigi þar mikla ónotaða möguleika. Skýrslur sýna, að mjög hefur dregið úr flutningi negra frá Suð- urríkjunum til Norðurríkjanna. Á árunum 1940 til 1960 fluttust að meðaltali um 152.700 negrar árlega frá Suðurríkjunum til Norðurríkj- anna. En á árunum 1960—1969 hef- ur þetta meðaltal aðeins verið 88.000. Margir negrar í Suðurríkj- unum segja, að nú þegar hafi jafn- vel byrjað flutningur negra frá Norðurríkjunum til Suðurríkjanna. „Svart fóik flyzt nú aftur til Mississippifylkis, þegar það á þar völ á alls konar menntun, verk- þjálfun og störfum," sagði James R. Todd, aðstoðarframkvæmdastjóri Vinnuaflsþjálfunarstöðvarinnar í bænum Fayette í Mississippifylki, en bær sá er í miklum uppgangi. „Þetta fólk vildi í rauninni alls ekki flytja burt, þótt það yrði að gera það.“ Charles Williams, svartur blaða- fulltrúi, sem flutti frá Atlanta í Gorgíufylki til Detroit í Michigan- fylki fyrir tveim árum, sagði ný- lega: „Það eru svo miklu meiri möguleikar hér í Suðurríkjunum, þar sem svart -og hvítt fólk er í rauninni farið að vinna saman á ýmsum sviðum.“ Breytingarnar eru auðsæjar, þeg- ar ferðazt er um Suðurríkin. Nú eru almenningssalerni aðeins merkt „Karlar" og „Konur“. (Norður- ríkjamenn velta vöngum yfir því, að á gömlum járnbrautarstöðvum í Suðurríkjunum virðast vera ein- hver aukasalerni, þar sem veggir hafa verið fjarlægðir milli hinna gömlu „svertingjasalerna" og „sal- erna fyrir hvíta menn“). Sama er að segja um opinbera drykkjar- hana. Þeir eru nú ekki merktir hvítum eða svörtum mönnum sér- staklega, heldur til afnota fyrir alla. Sama gildir um sæti í strætis- vögnum og langferðabílum. Póstur frá deildarverzlunum er nú áletr- aður „herra“ eða „frú“ á undan öllum nöfnum viðskiptamanna, hvort sem þeir eru hvítir eða svart- ir. (Að vísu hafði ein húsmóðir í bænum Selmu í Alabamafylki þetta að segja: „Við urðum að hætta að greiða reikningana okkar, áður en starfsfólk sumra verzlana fór að kalla okkur „herra“ og „frú“ og senda okkur reikninga með slíkum titlum"). f nokkrum borgum má sjá svarta fréttamenn í sjónvarpinu. Stöðvar í Augustu hafa þætti með svörtum vakningasöngvurum á sunnudags- morgnum. Og ekki er hægt að ferðast lengi um Suðurríkin án þess að heyra í „Sveita“ Charley Pride í útvarpinu og sjónvarpinu. Það er svartur söngvari frá Sledge í Mississippifylki, 32 ára að aldri, sem hefur brotizt inn í raðir hvítra söngvara á sviði „sveita- og kúr-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.