Úrval - 01.05.1971, Blaðsíða 51
LÍÐSFORINGINN...
49
og var í gipsi. Það var dæld í aðra
hlið höfuðsins, því að þar vantaði
bein. Og þar gat að líta tvær bor-
holur, sem herskurðlæknar í Suð-
ur-Vietnam höfðu borað í tilrauna-
skyni. Hann hafði verið 145 pund
á þyngd, en var nú orðinn skinhor-
aður, enda var þyngd hans komin
niður í 80 pund.
Kathy fannst það óhugsandi, að
þessi brjóstumkennanlega vera
væri eiginmaðurinn hennar. Fyrir
aðeins 16 vikum hafði hann verið
við beztu heilsu og áfjáður í að
komast til Vietnam. Hann var son-
ur yfirliðþjálfa í fastahernum og
hafði boðið sig fram til herþjón-
ustu, eftir að hafa stundað nám í
eitt ár við Oregonháskólann. Hon-
um hafði sótzt námið mjög vel, og
var hann framarlega í félagslífi
stúdenta.
,,Ég get ekki haldið áfram í skól-
anum, meðan menn týna lífinu
þarna i Vietnam,“ hafði hann sagt
við Kathy, er þau ræddu um stríð-
ið einu sinni sem oftar. „Ég verð
að gera eitthvað til þess að bjarga
mannslífum, og bezta aðferðin fyr-
ir mig í því skyni er að gerast
þyrluflugmaður og gegna þar björg-
unarstörfum."
Þau Jim og Kathy giftust, skömmu
áður en hann hélt til Suður-Viet-
nam. Er þangað kom, hélt hann
tafarlaust á vígstöðvarinnar. Hann
flaug nætur sem daga, og á tæpum
þrem mánuðum hafði hann verið
skotinn niður þrisvar sinnum. I
þriðja skiptið stýrði hann hrapandi
þyrlunni þannig, að hann stofnaði
sér í meiri hættu en hinum þrem
af áhöfninni. Þyrlan hrapaði niður
í skóg. Og er hún rakst á trén,
héldu brotin skrúfublöðin áfram að
snúast og skáru flugmannsklefann
í sundur, tættu hjálminn hans
sundur, sneiddu burt hluta af höf-
uðkúpu hans og skemmdu heilann.
Hann var sá eini af áhöfninni, sem
særðist.
SEM DÝR í GILDRU
Fimmtán dögum eftir flugslysið,
var Jim ekið inn í Madiganher-
sjúkrahúsið í Tacoma. Þar tók hóp-
ur lækna til óspilltra málanna til
þess að reyna að .bjarga lifi hans.
Hópur þessi var undir stjórn Ge-
orge Palmers majórs (dulnefni).
Þeir gerðu að brotum og sárum á
líkama hans, gáfu honum næringu
í æð og komu blóðrásinni í samt
lag. En þeir gátu ekki gert neitt
gagnvart heilaskemmdunum, sem
ollu þessu einkennilega dái, sem
hann var í. Eftir nokkurra daga
dvöl í sjúkrahúsinu opnaði hann
augun, en hann gat ekki beint þeim
hnitmiðað né samræmt starfsemi
þeirra. Þau voru líka lífvana og
tjáningarlaus. Hann gat alls ekki
verið kyrr, svo að það varð að
binda hann niður í rúmið með
handklæðum. Úr hálsi hans bárust
óskiljanleg dýrahljóð.
Kathy og móðir Jims dvöldu við
rúmstokk hans allan daginn og
reyndu að vekja hann til lífsins
með því að sýna honum ástúðar-
merki með orðum og snertingu.
Öðru hverju fjarlægðu þær hand-
klæðin, sem bundu handleggi hans
við rúmið. Og í hvert skipti reyndi
hann að kasta sér fram úr rúminu.
Hann beit, urraði og glefsaði. Hann