Úrval - 01.05.1971, Blaðsíða 64

Úrval - 01.05.1971, Blaðsíða 64
62 ÚRVAL „Um hádegið var ég orðin veik,“ segir Jane núna. „Og ég óskaði þess, að ég hefði aldrei byrjað á þessu. Hugsunin var ekki lengur að verki, þegar sagt var, að barnið væri bláeygt eða brúneygt. Blá- eygðu börnin áttu sannarlega bágt. Þau báru það greinilega með sér, að þau höfðu beðið ósigur, og þeim gekk ver við námið. Útlit þeirra og látbragð sýndi ljóslega, að þau voru óæðri og ófullkomnari. Brúneygðu börnin voru aftur á móti glöð og fjörleg og nutu lífsins ríkulega. En það var óskaplegt að sjá, hvernig þau komu fram við bláeygðu börn- in, sem höfðu verið beztu vinir þeirra daginn áður. Það var ekk- ert vafamál, að þau trúðu því, að þau væru betri og fullkomnari. Áður en skólanum lauk, minnti Jane börnin á, hvernig þau hefðu byrjað daginn. „Við sögðum, að á mánudaginn myndi bláeygða fólkið vera bæði fullkomnara og gáfaðra, og þannig mun það verða.“ Á mánudagsmorgun sagði Jane: „Eg skrökvaði að ykkur á föstu- daginn. É'g sagði ykkur, að brún- eygða fólkið væri betra en blá- eygða fólkið. En það er ekki rétt. Bláeygða fólkið er betra en brún- eygða fólkið og það er gáfaðra.11 Hún hafði búizt við því, að þess- ari yfirlýsingu sinni yrði kröftug- lega mótmælt, en svo varð þó ekki. Ef til vill voru börnin orðin þreytt á leiknum og vildu ekki hafa meira af þessari vitleysu. Samt sá hún þó, að orð hennar tóku að hafa áhrif. Skuggi leið nú yfir andlit þeirra barna, sem höfðu verið glaðleg og fjörmikil á föstudaginn, en birta og ánægja skein út úr andlitum þeirra, sem höfðu verið döpur og drunga- leg. Jane sagði nú brúneygðu börn- unum, hvað þau máttu ekki gera og tók brátt að ávíta þau. „Við- brögð þeirra við aðgreiningunni voru þau sömu og hinna barnanna," sagði hún. „Eini munurinn var sá, að bláeygðu börnin, sem nú máttu sín meira, fóru betur með undir- sáta sína en þeir höfðu farið með þau. Var það vegna þess, að þau höfðu orðið fyrir aðgreiningu sjálf og fundu til með börnunum, sem nú urðu fyrir henni? Ég vonaði að svo væri, þótt ég gæti ekki verið viss,“ sagði Jane. Skömrml áður en skóladeginum lauk, sagði Jane börnunum, að augnaliturinn segði alls ekki til um, hvort fólk væri betra eða verra. Það sem hún hefði sagt þeim áður væri ekki rétt. „Segir litur augna ykkar eitthvað til um, hvers konar menn þið hafið að geyma?" spurði hún. ,,Nei,“ hrópuðu þau öll í einum kór. Spennan, sem myndazt hafði þessa tvo daga, sem tilraunin stóð yfir, brauzt fram eins og stífla, sem skyndilega lætur undan, vegna mikilla flóða. Hún hló með. börn- unum, huggaði þau, sem grétu af gleði og vöknaði því næst sjálf um augun við það, að sjá drengi, sem höfðu verið aðskildir, leika sér saman, og stúlkur fagna vinkonum sínum, sem þær höfðu haldið, að þær væru búnar að missa fyrir fullt og allt. Næstu daga ræddi Jane við
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.