Úrval - 01.05.1971, Blaðsíða 112

Úrval - 01.05.1971, Blaðsíða 112
110 ÚRVAL þess, að það festíst við örvarodd- inn. Wai-Wai-örvaroddarnir eru 9 þumlunga langar bamþusviðar- lengjur. í annan flata flötinn eru gerðar svolitlar skorur, og er 1/8 úr þumlungi á milli þeirra. Og curareeitrið loðir mest við skorur þessar. Eitrið er borið á með trefjabursta, og máluðu örvarodd- arnir eru síðan þurrkaðir yfir hæg- um eldi. Sé þess gætt að halda örv- aroddunum þurrum, halda þeir sín- um banvæna eiturmætti árum sam- an. Curareeitrið lamar taugastöðv- ar líkamans og veldur því, að vöðvar verða alveg slakir og fórn- ardýrið kafnar, er lungun hætta að starfa. Fórnardýrið deyr að nokkr- um mínútum liðnum, hvar svo sem örin stingst í líkama þess. Og eitr- ið hefur engin áhrif á kjötið. Það er alveg óhætt að borða það. Við héldum áfram niður eftir ánni, eftir að við höfðum birgt okkur upp af eitruðum örvarodd- um. Við eyddum nóttinni á ein- manalegum sandbakka. Og hið til- breytingarlausa væl vælapanna svæfði okkur smám saman. En öðru hverju heyrðist snuðrandi jagúar rymja í fjarska. í dögun gengum við svo af stað inn í frumskóginn. Við fundum fljótlega hella og hol tré, þar sem auðvelt var að veiða leðurblökur í net. Á meðan veiddu Indíánarnir toucanfugla og aðra fugla til matar. Næsta dag héldum við Fon-yuwe áfram að safna leðurblökum, með- an hinir Indíánarnir fóru að leita að einhverju veiðidýri, sem heppi- legt væri að legg'ja af velli til þess að tryggja þorpsbúum svolitlar kjötbirgðir. Fon-yuwe er vafalaust snjallasti maður, sem ég hef nokkru sinni farið með inn í frumskógana. Hann lagði af stað snemma morg- uns og gekk 20 mílna leið í gegn- um óskaplega þéttan frumskóg, þar sem engan stíg var að finna, og rataði samt rétta leið heim í bæki- stöðvarnar rétt fyrir sólsetur. (Flestir aðrir Indíánar ruddu sér bara braut inn í skóginn fyrri hluta dags og sneru svo aftur eftir sömu braut síðdegis). Þetta afrek Fon- yuwe er einstætt í hitabeltisfrum- skógi, þar sem þúsundir trjáa virð- ast öll vera eins, þar sem ekki sést neinn sjóndeildarhringur, og þar sem sést aðeins öðru hverju svo greinilega til sólarinnar, að hægt er að gera sér grein fyrir stöðu henn- ar á himninum. Maður getur villzt algerlega, þó maður hætti sér að- eins nokkra metra frá skógarstíg, sem maður þekkir vel. Margir menn hafa hlotið slík örlög og hafa borið beinin af þessum sökum í frum- skógum Suður-Ameríku. Þegar leið að kvöldi, heyrðum við hvellt blísturshljóð nálægt okkur, og Fon-yuwe greip æstur í randlegg mér og hvíslaði: „Ya-y- feu! Tapír! Bíddu, ég skal kalla á hann.“ Hann lagði tvo fingur að vörum sér og blístraði hvellt. Hann fékk tafarlaust svar. Hann blístraði aft- ur, og enn var honum svarað, og síðan heyrðist brak og brestir í greinum og vafningsviðarteinung- um, er stærsta dýr Suður-Ameríku kom göslandi í áttina til okkar. Fon-yuwe var alveg tilbúinn,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.