Úrval - 01.05.1971, Blaðsíða 106
104
ÚRVAL
sorgarsvip í þessum stóru, brúnu
augum, sem ég þekkti svo vel. Svo
teymdi ég hann upp á bakkann
aftur. Hann bar snoppuna að græn-
um stráum, sem uxu þar í sandin-
um.
Eg dró upp bóginn á byssunni
minni og miðaði vandlega beint á
milli augna hans. Það var ömur-
legt að -verða að kveðja góðan vin
á þennan hátt.
„VILLTA VESTRIГ
ENDURBORIÐ
Og lífið tók aftur að ganga sinn
vanagang á Dadanawabúgarðinum.
Smalamennskurnar hófust í sept-
ember og héldu næstum stöðugt
áfram allt fram í maí. Þá hófust
ofboðslegar rigningar, sem stóðu
allan júní-, júlí- og ágústmánuð.
Urkoman mældist 55 þumlungar.
Nú vorum við alveg einöngruð frá
umheiminum. Til okkar komu að-
eins tveir til þrír gestir á ári.
Veniulega voru þar á ferðinni op-
inberir embættismenn í eftirlits-
ferðum eða helztu framkvæmda-
stjórarnir í hlutafélagi því, sem
rak búgarðinn. Ég átti miklu meira
saman við Indíánana að sælda en
Jimmy Brown, því að hann var
venjulega víðs fjarri að reisa
nautaréttir eða að gera við þær.
É'g náði því tökum á mállýzku
Indíánanna og kynntist lífsvenjum
þeirra. Oft liðu heilir sex mánuð-
ir, þangað til mér gafst tækifæri
til þess að tala ensku. Mig dreymdi
nú orðið jafnvel á Wapishanamáli.
Við lifðum alisnægtaár og
þurrkaár, þegar jörðin varð svört
og sviðin eftir graselda og naut-
gripirnir sultu heilu hungri og
festust í leðju í leit að vatni í upp-
þornuðum vatnsbólum. Heppnu
kýrnar og hryssurnar eignuðust sín
afkvæmi, og þau uxu og döfnuðu
og náðu kröftum, áður en hið óblíða
regntímabil hófst að nýju. En önn-
ur afkvæmi fæddust of seint og
voru dæmd til þess að hefja lífs-
baráttu í óblíðu umhverfi, er þau
yfirgáfu hlýjuna og öryggið í kviði
móður sinnar og lentu beint ofan
í vatnselg, sem var yfirleitt um fet
á dýpt.
Allur þessi búrekstur var orðinn
úreltur. Það var líkt og „villta
vestrið“ endurborið. Aðstæðurnar
voru svipaðar þeim, sem liðu und-
ir lok í vesturhluta Bandaríkjanna
um síðustu aldamót. Nautgripirnir
voru látnir alveg afskiptalausir,
nema þegar að smölun kom. Það
var jafnvel hugsanlegt, að enginn
tæki eftir því, þótt 3000 nautgripir
dæju úr sjúkdómum eitthvert árið.
Á búgarðinum voru að minnsta
kosti 5000 nautgripir, sem voru svo
villtir, að það var alveg ómögulegt
að ná þeim. Það var hægt að bú-
ast við því í meðalári, að hægt yrði
að ná um 30.000 nautum, reka þau
í nautaréttir, telja þau, flokka og
brennimerkja ungviðið.
En samt var ekki unnt að reka
Dadanawabúgarðinn á annan hátt,
ef hann átti að gefa einhvern arð.
Jarðvegurinn var rýr. Steypiregn-
ið, sem helltist yfir landið árlega,
skolaði burt öllum nauðsynlegum
jarðefnum, svo að eftir varð hvít-
ur, sandkenndur jarðvegur'. Það
var ekki unnt að koma birgðum
frá Georgetown til Dadanawa nema