Úrval - 01.05.1971, Blaðsíða 111

Úrval - 01.05.1971, Blaðsíða 111
KÚREKINN í FRUMSKÓGINUM 109 eignina. Þessar frumstæðu flug- brautir voru yfirleitt um 900 fet á lengd og 20 á breidd. Það tók venju- lega um viku að leggja hverja braut. Indíánarnir mokuðu burt verstu mishæðunum og grófu upp trjástúfa og stóra steina, sem stóðu upp úr. Og þá var flutbrautin til- búin til notkunar. Auk þess að gegna þýðingar- miklu hlutverki við rekstur bú- garðsins, kom flugvélin mér að miklum notum við dýrasöfnunar- starf mitt. í fyrstu langferðinni, sem ég fór í henni, hélt ég inn á landssvæði Wai-Wai-Indíánanna, sem er um 100 mílum fyrir sunn- an Dadanawa. Wai-Wai-Indíánarn- ir voru frumstæðasti ættflokkur- inn í Guyönu. Ég hafði farið í söfn- unarleiðangra inn á svæði þetta með dr. Peterson í leit að leður- blökum. Það voru erfiðar ferðir. Við höfðum orðið að brjótast í gegnum óskaplega þéttan frum- skóg, þar sem enga stíga var að finna. En ferð þessi var ósköp auð- veld í flugvélinni, því að trúboðar höfðu lagt litla flugbraut nálægt stærsta þorpi Wai-Wai-Indíánanna. Þegar við stönzuðum á enda flug- brautarinnar, komu nokkrir Indí- ánar út úr frumskóginum, sem um- kringdi flugbrautina á alla vegu. Þetta voru sterklegir menn. Þeir voru meðalmenn á hæð með mikla handleggs- og brjóstvöðva. Marg- litar festir úr alls konar kúlum og glingri skreyttu háls þeirra, upp- handleggi og fótleggi. Andlit þeirra voru máluð með rauðum og gulum lit, og hver karlmaður bar 8 feta langan boga og langt örvahylki, sem í voru grannar, 5 feta langar örvar. Einn mannanna gekk út úr hópnum og hristi hönd mína. Þetta var Fon-yuwe, ferðafélagi minn og snjall leiðsögumaður í fyrri ferðum á þessum slóðum. í dögun næsta dag rann 30 feta langi eintrjáningurinn okkar ró- lega niður eftir ánni. Það tæki okkur heilan dag að ná til ákvörð- unarstaðarins. Róið var með ár- um, sem höfðu flöt blöð í báða enda. En á leiðinni stönzuðum við í Onoro, minna Wai-Wai-þorpi, til þess að kaupa eitraða örvarodda til ferðarinnar. Við gengum á land og nálguðumst kofa úr pálmablöðum, sem var opinn á hliðunum. Þar sátu Indíánar í kringum eld og fylgdust vandlega með miðaldra manni, sem hrærði í rauðleitum vökva í leirpotti. Það kraumaði og vall í pottinum. Þetta var curare- eiturverksmiðja. Fon-yuwe út- skýrði fyrir mér, hvernig þetta banvæna eitur er búið til. Aðalefnið er rót stórvaxinnar frumskógaklifurjurtar, en í henni er stryknineitur. Rótin er höggvin niður í þunnar sneiðar, sem eru látnar liggja í bleyti í vatni og síðan kreistar og undnar. Þá renn- ur úr þeim rauðbrúnn vökvi. Síð- an er bætt ýmsum öðrum efnum út í eitrið, þan, á meðal eitruðum risaköngurlóm (tarantula), sting- maurum og rauðum pipar. Blanda þessi er síðan soðin og hrært stöð- ugt í henni frá sólarupprás til sól- seturs. Loks er safa dvergpálmans bætt út í til þess að gefa eitrinu viðloðunareiginleika, sem þarf til
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.