Úrval - 01.05.1971, Blaðsíða 111
KÚREKINN í FRUMSKÓGINUM
109
eignina. Þessar frumstæðu flug-
brautir voru yfirleitt um 900 fet á
lengd og 20 á breidd. Það tók venju-
lega um viku að leggja hverja
braut. Indíánarnir mokuðu burt
verstu mishæðunum og grófu upp
trjástúfa og stóra steina, sem stóðu
upp úr. Og þá var flutbrautin til-
búin til notkunar.
Auk þess að gegna þýðingar-
miklu hlutverki við rekstur bú-
garðsins, kom flugvélin mér að
miklum notum við dýrasöfnunar-
starf mitt. í fyrstu langferðinni,
sem ég fór í henni, hélt ég inn á
landssvæði Wai-Wai-Indíánanna,
sem er um 100 mílum fyrir sunn-
an Dadanawa. Wai-Wai-Indíánarn-
ir voru frumstæðasti ættflokkur-
inn í Guyönu. Ég hafði farið í söfn-
unarleiðangra inn á svæði þetta
með dr. Peterson í leit að leður-
blökum. Það voru erfiðar ferðir.
Við höfðum orðið að brjótast í
gegnum óskaplega þéttan frum-
skóg, þar sem enga stíga var að
finna. En ferð þessi var ósköp auð-
veld í flugvélinni, því að trúboðar
höfðu lagt litla flugbraut nálægt
stærsta þorpi Wai-Wai-Indíánanna.
Þegar við stönzuðum á enda flug-
brautarinnar, komu nokkrir Indí-
ánar út úr frumskóginum, sem um-
kringdi flugbrautina á alla vegu.
Þetta voru sterklegir menn. Þeir
voru meðalmenn á hæð með mikla
handleggs- og brjóstvöðva. Marg-
litar festir úr alls konar kúlum og
glingri skreyttu háls þeirra, upp-
handleggi og fótleggi. Andlit þeirra
voru máluð með rauðum og gulum
lit, og hver karlmaður bar 8 feta
langan boga og langt örvahylki,
sem í voru grannar, 5 feta langar
örvar. Einn mannanna gekk út úr
hópnum og hristi hönd mína. Þetta
var Fon-yuwe, ferðafélagi minn og
snjall leiðsögumaður í fyrri ferðum
á þessum slóðum.
í dögun næsta dag rann 30 feta
langi eintrjáningurinn okkar ró-
lega niður eftir ánni. Það tæki
okkur heilan dag að ná til ákvörð-
unarstaðarins. Róið var með ár-
um, sem höfðu flöt blöð í báða
enda. En á leiðinni stönzuðum við
í Onoro, minna Wai-Wai-þorpi, til
þess að kaupa eitraða örvarodda til
ferðarinnar. Við gengum á land og
nálguðumst kofa úr pálmablöðum,
sem var opinn á hliðunum. Þar
sátu Indíánar í kringum eld og
fylgdust vandlega með miðaldra
manni, sem hrærði í rauðleitum
vökva í leirpotti. Það kraumaði og
vall í pottinum. Þetta var curare-
eiturverksmiðja. Fon-yuwe út-
skýrði fyrir mér, hvernig þetta
banvæna eitur er búið til.
Aðalefnið er rót stórvaxinnar
frumskógaklifurjurtar, en í henni
er stryknineitur. Rótin er höggvin
niður í þunnar sneiðar, sem eru
látnar liggja í bleyti í vatni og
síðan kreistar og undnar. Þá renn-
ur úr þeim rauðbrúnn vökvi. Síð-
an er bætt ýmsum öðrum efnum
út í eitrið, þan, á meðal eitruðum
risaköngurlóm (tarantula), sting-
maurum og rauðum pipar. Blanda
þessi er síðan soðin og hrært stöð-
ugt í henni frá sólarupprás til sól-
seturs. Loks er safa dvergpálmans
bætt út í til þess að gefa eitrinu
viðloðunareiginleika, sem þarf til