Úrval - 01.05.1971, Blaðsíða 17
Svona er lífið
>■☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆
Það var í síðasta stríði, að lið-
þjálfi og nýliði stóðu fyrir herrétti,
sakaðir um að hafa slegið liðsfor-
ingjann.
Liðþjálfinn bar, sér til varnar, að
liðsforinginn hefði stigið á líkþorn á
fæti sér, og alveg ósjálfrátt hefði
hann bandað frá sér hendinni og hitt
liðsforingjann.
„Þetta var algjört óviljaverk".
„En þér,“ spurði dómarinn nýlið-
ann. „Hvaða afsökun hafið þér?“
„Jú,“ sagði nýliðinn. „Þegar ég sá
liðþjálfann slá liðsforingjann, hélt
ég að stríðinu væri lokið, svo ég
taldi mér óhætt að slá hann líka.“
Um það bil, sem messan var að
hefjast, slapp hundur inn í kirkj-
una, hljóp fram og aftur, en þegar
söngurinn hófst, spangólaði hann
með.
Daginn eftir hringdi eigandi
hundsins til prestsins og bað hann
afsökunar vegna hegðunar hunds-
ins.
„Ó, þetta gerði nú ekkert til,
svaraði prestur vingjarnlega. „Það
var reglulega skemmtilegt að sjá
einn meðlim fjölskyldu yðar einu
sinni við messu hjá mér.
En, sannast að segja, söng hann
nokkuð falskt."
Gamall negri frá New York átti
þá ósk heitasta að hlýða messu í
gamalli kirkju, skammt frá Wall
Street. En lögin leyfðu þetta ekki
og vinur gamla mannsins spurði
hann, hvort honum gremdist þetta
ekki.
„Ónei,“ svaraði sá gamli. „Ég tal-
aði um þetta við guð, og hann tjáði
mér, að sér hefði líka verið neitað
um inngöngu.
Ekkja bóndans rakst á landslags-
málara og datt í hug að biðja hann
að mála mynd af manninum sínum
sæla.
„Eigið þér mynd af honum af
honum, sem ég gæti málað eftir?“
„Nei, en ég get lýst honum ná-
kvæmlega.“
Þegar málarinn var búinn, færði
hann ekkjunni myndina.
Hún skoðaði hana nákvæmlega,
en andvarpaði síðan: „Ó, hvað þú
hefir breytzt elsku Kristján minn;
þú ert miklu fallegri en meðan þú
varst lifandi.“
Það er alveg furðulegt hvað fólk
er orðið þjófgefið.
Nú er búið að stela frá mér þess-
um fínu öskubökkum, sem ég tók
heim með mér frá hótelinu á Mall-
orca.
(Víkingur)