Úrval - 01.05.1971, Blaðsíða 117
KÚREKINN í FRUMSKÓGINUM
115
búgarðsins og þau Jimmy Brown
og Irene eða kúrekasvefnskálinn.
En vegna dýrasöfnunarstarfs míns
og rannsóknarstarfa, er því voru
tengd, hafði mér nú opnazt nýr
heimur og nýir möguleikar.
Ég hafði skrifað tvær bækur um
ævintýri Leemo og hinna „húsdýr-
anna“ minna. Kvikmyndatökuflokk-
ur frá brezka sjónvarpinu var send-
ur til Dadanawa til þess að taka
tvo sjónvarpsþætti um líf mitt þar.
Þættir þessir tóku til alls þess, sem
ég tók mér fyrir hendur á búagrð-
inum, allt frá því að elta naut til
þess að handsama anacondaslöng-
ur. Og voru þeir sýndir í mörgum
löndum.
Flugvélin litla hafði einnig orðið
til þess að auka ferðalöngun mína
og ævintýraþrá um allan helming.
í henni hafði ég flogið yfir landa-
mæri og inn á órannsökuð frum-
skógasvæði. Hún hafði gert mér
það kleift að gera stórfengleg nátt-
úruundur að órjúfandi þætti lífs
míns, náttúruundur eins og Esse-
quiboána og Kaieturfossana, sem
eru fimm sinnum hærri en Nia-
garafossarnir. Ég var gripin sterkri
löngun til þess að fara yfir önnur
landamæri, að rannsaka önnur
ókönnuð svæði, aðra frumskóga og
sjá aðra óþekkta fossa.
í janúarmánuði árið 1968 barst
mér svo tilboð frá föstum sjón-
varpsþætti í Bandaríkjunum, er ber
heitið „Konungsríki villidýranna".
Tilboðið var freistandi. Ég átti að
koma fram í þáttunum með banda-
ríska dýrafræðingnum Marlin Per-
kins. Hver þáttur átti að sýna æv-
intýri á villidýraslóðum í ýmsum
hlutum heims, og áttu þættirnir að
vera tileinkaðir verndun ýmissa
dýrategunda, sem eru nú sem óð-
ast að verða útdauðar.
Mér leizt vel á tilboð þetta. Það
leit svo út sem ég fengi „að taka
til höndunum“ í ríkum mæli í þátt-
um þessum. Marga þættina átti að
kvikmynda neðansjávar eða niðri i
ám og vötnum. Áttu þeir að sýna
hákarla, höfrunga og risaskötur. En
aðra þætti átti að taka í Afríku.
Þar átti ég að þeysa um á hestum
með slöngvivað í hendi. Tilhugsun-
in um að fá tækifæri til að reyna
að snara gíraffa og vísunda af hest-
baki var alveg ómótstæðileg. Því
ákvað ég að yfirgefa Guyana og
halda til Bandaríkjanna, þar sem
þættirnir voru skipulagðir og
frumsýndir.
Ég varð að tryggja velferð dýr-
anna minna, áður en ég hélt burt
frá Dadanawa. Ég velti því fyrir
mér, hvort ég ætti að sleppa „kött-
unum“ út í frumskóginn aftur. En
þar eð jagúararnir, þeir Chico og
Choo-Choo, óttuðust alls ekki menn,
óttaðist ég, að hungrið ræki þá til
þess að reyna að ráðast á Indíána í
frumskógunum. Og það var ólík-
legt, að minni „kettirnir", sem al-
izt höfðu upp meðal manna allt
frá fæðingu, gætu lært að veiða og
drepa sér til matar.
Ég gaf því dýragarðinum í Ge-
orgetown dýr þessi. Irene hélt
minni dýrunum. Þeim þótti ósköp
vænt um hana, og hún var þeim
öllum sem móðir. Ég ákvað að lok-
um að taka Jezebel að mér, eftir
að hafa hugsað málið í nokkrar
vikur. Mér þótti orðið svo vænt um