Úrval - 01.05.1971, Blaðsíða 82
80
brúðum í marz sýndu, að öll sjálf-
virk kerfi, svo og fallhlífarkerfi og
búningar störfuðu á fullnægjandi
hátt.
Um leið fylgdust þeir Kamanin
og Koroljof stöðugt með Gagarín.
Þeir viðurkenndu að hann reyndist
prýðilega: rólyndi, sjálfstraust,
þekking. Þann 10. apríl skipaði sér-
stök ríkisnefnd Júrí Gagarín fyrst-
an geimfara en German Titof vara-
mann hans — hann hafði einnig
staðið sig með ágætum, og mundi
ekki af veita ef hann færi í næstu
ferð, sem skyldi verða lengri en sú
fyrsta.
Allir geimfarar, segir í endur-
minningum Titofs, óskuðu Júrí til
hamingju, sannfærðir um að hann
mundi ekki einungis standast próf-
ið með sóma heldur að hann væri
bezt fallinn til fyrstu geimferðar-
innar.
Klukkan 5 að morgni hins 11.
apríl, skrifar Kamanín, var eld-
flauginni komið fyrir á sínum stað.
Geimskipið og eldflaugin voru þaul-
prófuð. Sama dag voru öll þau tæki
fest á Júrí, sem áttu að skýra frá
líðan hans í ferðinni, og stóð sú
tilraun frá kl. 12—13.20 og hafði
ekki minnstu áhrif á liðan hans.
Um kvöldið fóru þeir Titof að sofa
kl. 10 og sváfu enn, er þeir voru
vaktir um hálfsex-leytið þann 12.
apríl.
Vostok fór á loft kl. 9.07, en Ga-
garín var kominn á sinn stað í
geimskipinu tveim stundum fyrr.
Kamanín segir, að undirbúningur
hafi ekki verið nógu vel skipulagð-
ur — það tók meira en klukkustund
ÚRVAL
að loka geimfarinu og taka frá upp-
setningarpallana.
Nokkrum sekúndum fyrir flug-
tak svarar Júrí síðustu skipuninni
með rólegri röddu: „Af sta-að!“
Að fimmtán mínútum liðnum
var geimskipið komið á braut. Ga-
garín þoldi vel flugaðstæður og var
í góðu skapi: „Allt eins og það á
að vera með þyngdarleysið, öll tæki
vinna vel.“ Þegar hann flaug yfir
Ameríku sagði hann, að hann sæi
sjóndeildarhringinn mjög líkan því
sem Tsíolkovski lýsti honum. Eins
og mjög fallegan geislabaug.
Titof skýrir frá því, að hemla-
kerfin hefðu staðið sig vel þegar
komið var að því að lækka flugið
og lenda, en það var flóknasti hluti
ferðarinnar. Vostok lenti kl. 10.35 i
Kazakstan.
Sagan hermir, heldur hann áfram,
að þegar menn Magellans komu
heim úr fyrstu ferðinni umhverfis
Gagarín — Kolumbus geimaldar.