Úrval - 01.05.1971, Blaðsíða 118
116
ÚRVAL
þessa villtu og óháðu skepnu, að ég
gat ekki afborið að skilja við hana.
Ég fór frá Dadanawa í marzmán-
uði. Jimmy Brown sýndi nú slíkan
velvilja í garð Jezebel aldrei þessu
vant, að hann bauðst til þess að
taka búrið með sér í Land Rover-
jeppanum. Ég reið einn míns liðs
út að flugbrautinni. Hefði birgða-
flutningaflugvélinni seinkað þenn-
an dag, hefði ég líklega hætt við
að fara. En gamla DC-3 flugvélin
var þegar lent, þegar ég kom og
var þegar tekin að renna niður
eftir flugbrautinni.
Dyrnar að vörugeymslurúmi flug-
vélarinnar opnuðust, og áhöfnin
tók að hlaða þungavörunni á sterk
bök Indíánanna, sykurpokum, mjöl-
pokum, hrísgrjónapokum, saltpok-
um, skotfærakössum og byssum.
Jimmy Brown kastaði síðan öllu
saman inn í Land Roverjeppann
sinn, alveg eins og ég hafði séð
hann gera daginn góða fyrir 15 ár-
um. Þann dag hafði skólastrákur
komið til Dadanawa. Nú var kom-
inn tími til fyrir kúreka að kveðja.
☆
Hagkvæmnin við Það að láta líða nokkur ár á milli barnsfæðinga í
fjölskyldunni er fóigin í því, að þannig komast foreldrarnir að þeim
mistökum, sem þeim 'hafa orðið á í uppeldi eldri barnanna. Og slikt
gefur þeim svo tækifæri til þess að gera alveg þveröfug mistök, ihvað
viðvíkur uppeldi næstu barna.
Það er sagt, að allt breytist svo óskaplega hratt nú á dögum. En
hvernig í ósköpunum stendur iþá á .því, að við erum enn að horfa á
sömu kvikmyndirnar í sjónvarpinu og við sáum fyrir 20 árum?
»
Brúðkaupsdagur systur minnar ihófst með æðisgenginni ringulreið.
Brúðarmeyjar, blómastúlkur og ættingjar þutu fram og aftur um húsið.
Mamma var alltaf að skipa öllum að flýta sér, og jók það ringulreiðina
um allan'helming. En pabbi sat bara rólegur og las morgunblaðið, með-
an á öllum þessum ósköpum gekk. Þegar mamma rak okkur loks út
að bilnum og stjórnaði umferðinni af miklum skörungsskap, leit hann
upp úr blaðinu og sagði: ,,Nú getum við öll ekið rólega til kirkjunnar.
1 gærkvöldi seinkaði ég öllum klukkunum í húsinu um hálftlma til
þess að vera viss um, að -við kæmum tímanlega til kirkjunnar.“
Bernard A. Regets.
Heyrt í strætisvagni: „Það er allt í lagi með h'eildarkaupið mitt —
það er bara brúttókaupið mínus allir frádráttarliðirnir, sem ég get
alls ekki lifað á.