Úrval - 01.05.1971, Blaðsíða 28

Úrval - 01.05.1971, Blaðsíða 28
26 ÚRVAL hard Armitage, framkvæmdastjóri hinna fjölmörgu fyrirtækja Frosts, hefur þetta að segja um fjármála- snilligáfu Frosts: „David getur skipulagt flóknar fjármálaáætlanir í huganum og á einni svipstundu. Hann hugsar „stórt“, nei, það væri réttara að segja, að hann hugsi „risavaxið". Og hann er fljótur að koma auga á hvers konar mögu- leika og notfæra sér þá.“ Allt árið 1968 greip Frost hvert tækifærið af öðru af þessu tagi beggja vegna Atlantshafsins. Á vegum „London Weekend" voru þessir sjónvarpsþættir stöðugt sýndir í Englandi: „Frost á föstu- dögum“, „Frost á laugardögum" og „Frost á sunnudögum". Hann var annar höfundur bókarinnar „Eng- lendingar“ (The English)*, metsölu- bókar, þar sem úir og grúir af at- hugasemdum í þessum dúr: „Eng- lendingar eru hlynntir syndinni, en á móti því að fólk njóti hennar opinberlega". Hann gerði fjölda sérstakra þátta fyrir útvarps- og sjónvarpsfélagið Westinghouse Bro- adcasting, þar á meðal „Nýja for- setann“, en i þáttum þeim átti hann viðtöl við helztu forsetaefnin. Forráðamenn Westinghouse urðu augsýnilega stórhrifnir. Þegar Mery Griffith hætti að koma fram hjá Westinghouse árið 1969 og fór að starfa hjá útvarps- og sjónvarpsfé- laginu CBS, var Frost valinn eftir- maður hans. Þættir þessir hófust 7. * Nýjasta bók Frosts, „Ameríkumennirn- ir“, kom út í nóvember síðastliðnum. — Báðar bækurnar voru gefnar út af Stein & Day. júlí árið 1969 og báru heitið „Þátt- ur Davids Frosts“. í fyrstu voru þeir sýndir á vegum 37 stöðva, en nú eru þeir sýndir á vegum 80 stöðva, og forráðamenn félagsins eru þess fullvissir, að sú tala muni tvöfaldast innan skamms. Á fyrsta ári þáttanna fékk Frost verðlaun úr ýmsum áttum, t. d. frá félaginu „trúarerfð Ameríku", tímaritinu „Sjónvarpstíðindi" (TV Guide) og Þjóðarakademíu sjónvarpslista- og vísinda (National Academy of Te- levision Arts and Sciences), sem veitti honum hina eftirsóttu verð- launastyttu, sem kölluð er „Eramý'. FULLKOMLEGA HAMINGJUSAMUR David Frost hefur sjálfur viður- kennt, að hann sé milljónamæring- ur (samningur hans við Westing- house er álitinn vera upp á hálfa milljón dollara á ári). En samt er hann ekki sólginn í hin ytri tákn auðæfanna. Hann álítur hina íburð- armiklu bíla sína aðeins vera hrað- geng og þægileg farartæki til flutn- ings milli upptökusala og flugvalla. Hann mundi aldrei vinna verðlaun sem einn af „bezt klæddu mönnun- um“. Hann á hvorki snekkju né einkaflugvél. Skrifstofan hans er á næstu hæð fyrir ofan Litla leikhús- ið í New York og er ósköp látlaus. „Það er ekki svo að skilja, að ég sé sparsamur," segir hann í skýr- ingarskyni, „heldur hef ég bara engan tíma til þess að eyða pen- ingum.“ Kannske er tíminn einmit.t hið eina, sem David Frost hefur ekki nóg af. Árlegir þættir hans á veg-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.