Úrval - 01.05.1971, Blaðsíða 28
26
ÚRVAL
hard Armitage, framkvæmdastjóri
hinna fjölmörgu fyrirtækja Frosts,
hefur þetta að segja um fjármála-
snilligáfu Frosts: „David getur
skipulagt flóknar fjármálaáætlanir
í huganum og á einni svipstundu.
Hann hugsar „stórt“, nei, það væri
réttara að segja, að hann hugsi
„risavaxið". Og hann er fljótur að
koma auga á hvers konar mögu-
leika og notfæra sér þá.“
Allt árið 1968 greip Frost hvert
tækifærið af öðru af þessu tagi
beggja vegna Atlantshafsins. Á
vegum „London Weekend" voru
þessir sjónvarpsþættir stöðugt
sýndir í Englandi: „Frost á föstu-
dögum“, „Frost á laugardögum" og
„Frost á sunnudögum". Hann var
annar höfundur bókarinnar „Eng-
lendingar“ (The English)*, metsölu-
bókar, þar sem úir og grúir af at-
hugasemdum í þessum dúr: „Eng-
lendingar eru hlynntir syndinni,
en á móti því að fólk njóti hennar
opinberlega". Hann gerði fjölda
sérstakra þátta fyrir útvarps- og
sjónvarpsfélagið Westinghouse Bro-
adcasting, þar á meðal „Nýja for-
setann“, en i þáttum þeim átti hann
viðtöl við helztu forsetaefnin.
Forráðamenn Westinghouse urðu
augsýnilega stórhrifnir. Þegar Mery
Griffith hætti að koma fram hjá
Westinghouse árið 1969 og fór að
starfa hjá útvarps- og sjónvarpsfé-
laginu CBS, var Frost valinn eftir-
maður hans. Þættir þessir hófust 7.
* Nýjasta bók Frosts, „Ameríkumennirn-
ir“, kom út í nóvember síðastliðnum. —
Báðar bækurnar voru gefnar út af Stein
& Day.
júlí árið 1969 og báru heitið „Þátt-
ur Davids Frosts“. í fyrstu voru
þeir sýndir á vegum 37 stöðva, en
nú eru þeir sýndir á vegum 80
stöðva, og forráðamenn félagsins
eru þess fullvissir, að sú tala muni
tvöfaldast innan skamms. Á fyrsta
ári þáttanna fékk Frost verðlaun úr
ýmsum áttum, t. d. frá félaginu
„trúarerfð Ameríku", tímaritinu
„Sjónvarpstíðindi" (TV Guide) og
Þjóðarakademíu sjónvarpslista- og
vísinda (National Academy of Te-
levision Arts and Sciences), sem
veitti honum hina eftirsóttu verð-
launastyttu, sem kölluð er „Eramý'.
FULLKOMLEGA
HAMINGJUSAMUR
David Frost hefur sjálfur viður-
kennt, að hann sé milljónamæring-
ur (samningur hans við Westing-
house er álitinn vera upp á hálfa
milljón dollara á ári). En samt er
hann ekki sólginn í hin ytri tákn
auðæfanna. Hann álítur hina íburð-
armiklu bíla sína aðeins vera hrað-
geng og þægileg farartæki til flutn-
ings milli upptökusala og flugvalla.
Hann mundi aldrei vinna verðlaun
sem einn af „bezt klæddu mönnun-
um“. Hann á hvorki snekkju né
einkaflugvél. Skrifstofan hans er á
næstu hæð fyrir ofan Litla leikhús-
ið í New York og er ósköp látlaus.
„Það er ekki svo að skilja, að ég
sé sparsamur," segir hann í skýr-
ingarskyni, „heldur hef ég bara
engan tíma til þess að eyða pen-
ingum.“
Kannske er tíminn einmit.t hið
eina, sem David Frost hefur ekki
nóg af. Árlegir þættir hans á veg-