Úrval - 01.05.1971, Blaðsíða 58

Úrval - 01.05.1971, Blaðsíða 58
56 TJRVAL ur. „Samstundis var ég ákveðinn í að gera allt, sem í mínu valdi stæði, til að vinna að því, að tó- baksauglýsingar yrðu bannaðar í sjónvarpinu." Banzhaf, sem er lögfræðingur frá lagadeild Columbíu-háskóla, grúfði sig næstu mánuði yfir lögfræðibók- um sínum. Síðan samdi hann grein- argerð, sem hann sendi þeirri nefnd ríkisstjórnarinnar, er hefur eftirlit með fjölmiðlum. Hann vitn- aði til kenningar nefndarinnar, þar sem segir, að fjölmiðlar skuli fjalla jafnt um allar hliðar efna og fyrir- bæra, sem ágreiningur fjalli um. Hann staðhæfði: 1) að mikill ágrein- ingur ríkti um skaðsemi vindlinga, 2) að auglýsingarnar mæltu að- eins með vindlingunum og lof- syngju ágæti þeirra, 3) að vissum tíma í fjölmiðlum skuli varið til að fjalla um hættur sem fylgja tó- baksreykingum. Ollum til mikillar undrunar sam- þykkti nefndin tillögur Banzhafs, og þann 2. júní 1967 skipaði hún svo fyrir, að sjónvarp og útvarp skyldu birta auglýsingar, sem mæltu á móti tóbaksreykingum. Þetta gekk allt svo ótrúlega vel fyrir sig. Banzhaf hafði vissulega komið tóbaksiðnaðinum mjög á óvart. En honum gafst samt naum- ur tími til að fagna sigri. Lögfræð- ingar tóbaksiðnaðarins og auglýs- ingafyrirtækjanna hvöttu nefndina til að endurskoða ákvörðun sína. Lögfræðifyrirtækið, sem Banzhaf starfaði hjá stundaði mikinn mála- rekstur fyrir eina af stærstu tó- baksverksmiðjum Bandaríkjanna, og Banzhaf var varaður við því, að málarekstur hans kynni að hafa slæmar afleiðingar fyrir lögfræði- fyrirtækið, ef hann héldu áfram baráttu sinni. Þá bað Banzhaf öll þau samtök, sem vinna að bættri heilsu og holl- ustu, að veita sér liðveizlu í bar- áttunni. Ekkert þeirra vildi að- stoða hann, og báru þau fyrir ýms- ar ástæður. „Að síðustu varð ég sjálfur að koma fram með gagn- rök á móti lögfræðingum tóbaks- og auglýsingafyrirtækjanna," sagði Banzhaf. Nefndin var enn sammála Banz- haf og staðfesti fyrri úrskurð sinn. Næsta skref, sem andstæðingar hans mundu sennilega taka, var að áfrýja málinu til alríkisdómstóls í einhverju lögsagnarumdæmi, sem þeir teldu, að niðurstöður mála- rekstursins yrðu þeim hagstæðar. Til þess að geta unnið málið ákvað Banzhaf að áfrýja úrskurði nefnd- arinnar til dómstóls á þeim for- sendum, að nefndin hefði ekki gengið nægilega langt í úrskurði sínum. Hann vann til fjögur um nóttina við samningu á greinargerð sinni og flaug síðan til Washington, þar sem hann höfðaði málið við Áfrýjunardómstól Bandaríkjanna. Auglýsingafyrirtækin fóru fram á, að áfrýjunarbeiðni Banzhafs yrði vísað frá. Hann hafði aðeins fimm daga til stefnu, en honum tókst að ljúka greinargerð sinni, sem var 40 vélritaðar síður með 40 síðna við- auka. En nú höfðuðu lögfræðingar tó- baksfyrirtækjanna mál í Rich- mond, í hjarta tóbaksiðnaðarhér- aðanna. Þetta var mikið fjaðrafok.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.