Úrval - 01.05.1971, Blaðsíða 101
KÚREKINN í FRUMSKCGINUM
99
og smala honum í nautaréttir, sem
byggðar höfðu verið víðs vegar á
landareign búgarðsins. Þar flokk-
uðum við nautin og aðskildum þau.
Ungu dýrin voru brennimerkt og
eyrnamörkuð, og bolakálfarnir voru
geltir, áður en þeim var slfeppt.
Einnig voru kálffullar kýr og kýr
með kálfum annars vegar og tarfar
hins vegar aðskilin og þeim síðan
sleppt. Geldneyti, sem voru full-
vaxin, þ. e. 6—8 ára gömul, voru
aðskilin frá hinum og síðan geymd,
þangað til pöntun kom frá George-
town um nýja nautasendingu.
Flest óbrennimerktu dýrin, sem
við náðum, voru á fyrsta ári, en
allmörg þeirra voru samt gömul og
erfið viðureignar. Þeim hafði tek-
izt að leynast í fyrri smölunum, og
þau voru mjög undirförul. Þegar
loks var búið að króa þau af,
reyndust þau vera hin verstu við-
ureignar og mjög hættuleg. Þau
réðust stöðugt á okkur í nautarétt-
unum og við hlutum mörg sár af
þeirra völdum. Þau voru alveg
ótrúlega lævís. Þegar þau heyrðu
baul nautahjarðar, sem verið var
að reka í smöluninni, gerðu þau sér
grein fyrir því, að kúrekar voru á
leiðinni, jafnvel í allt að þriggja
mílna fjarlægð. Þeim allra slungn-
ustu tókst alltaf að leynast, og urðu
þau að lokum ellidauð, án þess að
slöngvivaður eða brennimerkingar-
tengur hefðu nokkru sinni snert
skrokkinn á þeim.
Ég fór ekki í neinn nautarekstur
í Georgetown þetta árið, en ég
lærði öll þau verk, sem vinna
þurfti við nautasmölunina, merk-
ingu þeirra og flokkun. Það var
heppilegt, að ég skyldi gera það,
vegna þess að Charlie fór skyndi-
lega frá Dadanawabúgarðinum,
þegar ég hafði dvalið þar í eitt
ár. Ég varð mjög hissa á þessu. En
hann var orðinn þreyttur á að vera
sífellt fjarvistum frá eiginkonu og
börnum langtímum saman, meðan
á smalamennskunni stóð. Því
byggði hann sér hús um 20 mílum
frá Dadanawabúgarðinum og tók
til að stunda veiðar með boga og
örvum, byssu og veiðarfærum.
Hann tók upp lifnaðarhætti Indí-
ána að nýju.
Brottför Charlie varð til þess, að
ég var gerður að bústjóra á bú-
garðinum. Ég fékk ekki neina op-