Úrval - 01.05.1971, Blaðsíða 104

Úrval - 01.05.1971, Blaðsíða 104
102 ÚRVAL hafði orðið að vera án á tveggja vikna þrammi í gegnum frumskóg- inn. Yrðum við heppnir, lentu nautin á stökki út í ána og yrðu komin á sund, áður en þau hefðu tíma til þess að sjá sig um hönd. Að baki mér byrjuðu kúrekarn- ir að hóa til þess að herða á hjörð- inni. Og ég gat heyrt dyninn und- an fótum þeirra. Nú tók hjörðin á rás, og fyrstu nautin skullu í vatn- ið. Þau rákust hvert á annað og börðust um. Augnabliki síðar fann ég, að hóf- ar múlasnans snertu brúna, sem var í kafi. Og nú náði vatnið hon- um aðeins í kvið. Færi ég hægt og varlega, gætum við bara lötrað yf- ir brúna. En hjörðin náði okkur, einmitt þegar múlasninn tók fyrstu skrefin út á brúna ósköp varlega. Að nokkrum sekúndum liðnum vorum við umkringdir nautum á alla vegu. Eg leit um öxl og sá þá, að nautshorn stefndu beint á bak mér. ’Ég kastaði mér til hliðar af múlasnanum í einhverju æði og henti mér á bakið á nauti því, sem næst var, og greip um hornið á því. Nautið geystist áfram eftir brúnni, rann svo út af henni, og á næsta augnabliki höfðum við lagzt til sunds, nautið og ég. Naut, sem voru enn á árbakkanum bak við okkur, börðumst nú um að komast út í ána, og nú sáust naut hvert sem litið var, sem lögðu áköf til sunds út í ána. En straumurinn hreif mörg þeirra með sér niður eftir ánni. Kúrekarnir köstuðu sér út í ána til þess að beina forystu- nautunum upp á móti straumnu.m að nýju. Vinstra megin við mig kom ég auga á múlasnann, sem var nú um- kringdur nautum á alla vegu. Það var trylltur ótti í augum hans, enda hafði beizlið festst í horn eins nautsins. Múlasninn neytti ýtrustu krafta sinna til þess að hindra, að hann drukknaði. Nú var hjörðin orðin svo þétt í ánni, að hún myndaði óslitna breiðu. Ég teygði mig yfir á hrygginn á næsta nauti, lét mig renna af baki nautsins, sem ég sat á, og yfir á það næsta og þannig skreið ég af einu nautsbakinu á annað, þangað til ég komst til múlasnans. É'g flýtti mér að skera beizlistauminn í sundur með hnífnum mínum. Það tókst loks. Og augnabliki síðar náðu fyrstu nautin yfir að hinum árbakkanum. Ég skildi múlasnann eftir hím- andi á grynningunum við árbakk- ann og synti tilbaka til þess að hjálpa kúrekunum. Sum nautin höfðu fest fætur eða horn í vafn- ingsviðarlengjum, sem lágu í kafi, en önnur höfðu fest hausinn á milli trjágreina. Ég kom of seint til þess að bjarga sumum þeirra. Þau flutu lífvana á yfirborðinu. Samtals 19 naut höfðu drukknað. Það liðu tveir klukkutímar, þangað til okk- ur hafði tekizt að koma síðustu nautunum upp á hinn árbakkann og við gátum loks hent okkur ör- magna niður í hlýtt, grænt grasið. Við vorum komnir til áfanga- staðar okkar. Innan skamms yrðu nautin komin til Georgetown, og þar yrði þeim tafarlaust slátrað. Þetta er eini tilgangurinn með nautaræktinni, þ. e. að koma hin-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.