Úrval - 01.05.1971, Blaðsíða 35
WlLLY ÉRANDT DANSAR Á LÍNUNNI
33
éerti aflaga hefur farið í ríkjum
þeirra, allt frá uppskerubresti til
mikilla hernaðarútgjalda. Her-
mönnum Varsjárbandalagsins, sem
sendir voru inn í Tékkóslóvakíu
1968, var til dæmis sagt, að þeir
„væru að halda inn í Tékkóslóva-
kíu til þess að bjarga tékknesku
félögunum frá undirróðri og yfir-
vofandi innrás hinna fasisku Vest-
ur-Þjóðverja.“ Nú hafa kommún-
istar raunverulega veitt þögla við-
urkenningu á því, að vestur-þýzka
stjórnin sé friðsamlegur „félagi og
samstarfsaðilji“.
Brandt gerir sér grein fyrir því,
að Sovétríkin hafa ekki hætt við
hið endanlega markmið sitt að
rjúfa samstarf Bandaríkjanna og
Evrópu og þurrka út áhrif Banda-
ríkjanna í Evrópu. Sovétmenn hafa
æ ofan í æ heimtað umræðufundi
um öryggismál Evrópu, sem taka
skyldu til allra Evrópulandanna,
Bandaríkjanna og Kanada. Suma
vestræna sérfræðinga grunar, að
markmið Sovétríkjanna sé að kalla
fram þá tálmynd í hugum almenn-
ings í Evrópu, að þar ríki friður og
spekt og því sé þar hvorki þörf
fyrir NATO-samstarf né nærveru
bandarísks herliðs. Brandt hefur
stutt beiðni Sovétríkjanna um slíka
umræðufundi, en hann viðurkenn-
ir, að það sé mikil hætta á því, að
það geti farið fyrir Vestur-Þjóð-
verjum eins og Finnlandi, þ. e. að
án nærveru bandarísks herliðs í
Vestur-Evrópu yrðu sovézk áhrif
þar svo sterk, að Sovétríkin gætu
raunverulega ráðið þar því sem
þau vildu eins og þau hafa getað
beitt áhrifum sínum í Finnlandi án
Þegar Willy Brandt varö kanslari,
birtu bæöi Time og Newsweek for-
stöumyndir af honum.