Úrval - 01.05.1971, Blaðsíða 105

Úrval - 01.05.1971, Blaðsíða 105
KÚREKINN í FRUMSKÓGINUM 103 um endanlegu framleiðsluvörum í verzlun slátrarans. En þessi þáttur var óraunverulegur í augum kúrek- anna á Dadanawabúgarðinum. í þeirra augum voru langhyrning- arnir þeim stórkostleg hvatning. Nautin voru villtar skepnur, sem við eltum og veiddum, smöluðum og rákum saman í hópa, skepnur, sem við urðum að beita vitsmun- um okkar gegn til þess að ganga með sigur af hólmi, en ekki dýr, sem áttu fyrir sér að enda lífdaga sína á blóðugum kjötkrókum. Ég held, að við höfum allir vonað það svona í laumi, þegar við afhentum hinum kúrekunum nautin, að þau mundu öll sleppa einhvers staðar milli grassléttunnar og George- town og komast aftur heim til Da- danawa. ÉG KVEÐ GÓÐAN VIN Ég lagði tafarlaust af stað heim til Dadanawa, eftir að ég hafði af- hent nautin. Nú var bráðum kom- inn tími til þess að byrja að brennimerkja og eyrnamarka heima á Dadanawa, og það beið okkar mikil vinna þar. Ég hafði skilið Smjörkúlu og Cang eftir í bækistöðvunum á bakka Rupununiárinnar við útjaðar gras- sléttunnar, áður en við héldum með hjörðina inn í frumskóginn. Hesta- strákurinn færði mér ömurlegar fréttir, þegar við komum þangað í heimleiðinni. „Smjörkúla er að deyja,“ sagði hann. „Hún er með cabra bundo.“ Það er hin óttalega hrossaveiki, trypanosomiasis, sjúkdómur, sem fluga ein veldur, er ber með sér sóttkveikjur, sem setjast að í blóð- rásarkerfi hestsins. Ég fann Smjörkúlu niðri við ána. Vesalings hesturinn var skinhorað- ur, og það fór skjálfti um líkama hans. Belgur hans og höfuð voru mjög bólgin, en það eru örugg merki þess, að sjúkdómurinn sé kominn á svo hátt stig, að það sé ekki lengur hægt að lækna hann. Hann virtist þekkja mig og hneggjaði veiklulega, þegar ég nálgaðist hann. Ég teymdi hann nokkur skref út í grynningarnar við fljótsbakkann. Og þegar ég beygði höfuðið niður til þess að drekka úr ánni, sá ég, að hann átti mjög erfitt með að kyngja. Hann lyfti höfðinu og leit á mig með
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.