Úrval - 01.05.1971, Blaðsíða 45

Úrval - 01.05.1971, Blaðsíða 45
ÞEGAR WAHINE STRANDAÐI 43 ist brothljóS í diskum og bollum. Maður einn, sem hélt á ungbarni í fanginu, kastaðist utan í hurð og missti meðvitund. Klukkan 6.41 hrópaði einhver í setsalnum: „Sjáið þessa andskotans kletta!“ Og um leið og hann sagði þetta, heyrðist ógnvænlegt skruðn- ingshljóð. ,,Wahine“ hafði rekizt á Barrettrifið, þar sem 16 skip höfðu þegar strandað. Skrúfan á stjórn- borða brotnaði strax af, og vélin á bakborða stöðvaðist nokkrum mín- útum síðar. Það kom 20 feta langt gat á skrokkinn. Og á næsta augna- bliki kom svo önnur alda og losaði ferjuna af rifinu. Skipun var gefin um það úr brúnni að loka skyldi öllum vatns- þéttingarskilrúmum og báðum framakkerum skyldi varpað. Far- þegum var skipað að setja á sig björgunarvesti og safnast saman í sölunum, viðbúið að fara hvenær sem væri í björgunarbátana. 260 manna hópur tróð sér inn í reyk- salinn á B-þilfari, en 120 manna hópur inn í setsalinn. „Wahine“ reif og sleit í akkeris- festarnar sem óð væri. Einkennileg ró færðist yfir farþegana. Sumir báðust fyrir, sumir sungu, sumir fóru jafnvel að spila á spil. Aðrir héldu til káetu sinnar til þess að þvo sér eða fá sér blund. Margir hlustuðu á útsendingar útvarps- stöðva í ferðatækjum sínum. Og brátt fréttu menn það með hjálp útvarpstækjanna, að algert fárviðri geisaði einnig á landi. Sagt var, að klukkan 7 um morguninn hefði vindhraðinn á flugvellinum í Well- ington náð 105 mílum á klukku- Tæpum 15 mínútum eftir að skipstjórirm kom upp í brá, tók hjól atburðarásarinnar að snúast hratt og hver ó- heppnin rak aðra. stund og klukkan 9 hefði hann ver- ið kominn upp í 120 mílur. Sagt var, að þakplötur úr járni flygu um allt eins ,,og fiðrildi11. Ein slík plata stakkst í gegnum húsvegg, eins og hann væri skorinn með risavöxnu rakblaði, og varð hún barni að bana. Á bílastæði einu hafði vindurinn kastað 23 bílum í eina bendu. 30 feta tré hafði rifnað upp með rótum, tekizt á loft og hafnað 100 fetum í burtu. Allt var nokkurn veginn með kyrrum kjörum um borð í „Wa- hine“ enn um sinn. Þjónar báru fólki smurt brauð, gosdrykki og rjómaís og báðust afsökunar á því, að þeir hefðu ekki heitt vatn, svo að fólk gæti fengið sér te. Öðru hverju var fólki tilkynnt í hátal- arakerfi skipsins, að það gæti ver- ið rólegt, því að það væri engin hætta á ferðum, en að vísu mundi komutíma skipsins í Wellington seinka nokkuð. Uppi í brúnni varð Robertson skipstjóri að horfast í augu við nýtt vandamál. Það var útilokað að reyna að yfirgefa skipið í slíkum haugasjó. Ströndin var að vísu í lokkandi nálægð, en samt næðu fá-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.