Úrval - 01.05.1971, Blaðsíða 45
ÞEGAR WAHINE STRANDAÐI
43
ist brothljóS í diskum og bollum.
Maður einn, sem hélt á ungbarni í
fanginu, kastaðist utan í hurð og
missti meðvitund.
Klukkan 6.41 hrópaði einhver í
setsalnum: „Sjáið þessa andskotans
kletta!“ Og um leið og hann sagði
þetta, heyrðist ógnvænlegt skruðn-
ingshljóð. ,,Wahine“ hafði rekizt á
Barrettrifið, þar sem 16 skip höfðu
þegar strandað. Skrúfan á stjórn-
borða brotnaði strax af, og vélin á
bakborða stöðvaðist nokkrum mín-
útum síðar. Það kom 20 feta langt
gat á skrokkinn. Og á næsta augna-
bliki kom svo önnur alda og losaði
ferjuna af rifinu.
Skipun var gefin um það úr
brúnni að loka skyldi öllum vatns-
þéttingarskilrúmum og báðum
framakkerum skyldi varpað. Far-
þegum var skipað að setja á sig
björgunarvesti og safnast saman í
sölunum, viðbúið að fara hvenær
sem væri í björgunarbátana. 260
manna hópur tróð sér inn í reyk-
salinn á B-þilfari, en 120 manna
hópur inn í setsalinn.
„Wahine“ reif og sleit í akkeris-
festarnar sem óð væri. Einkennileg
ró færðist yfir farþegana. Sumir
báðust fyrir, sumir sungu, sumir
fóru jafnvel að spila á spil. Aðrir
héldu til káetu sinnar til þess að
þvo sér eða fá sér blund. Margir
hlustuðu á útsendingar útvarps-
stöðva í ferðatækjum sínum. Og
brátt fréttu menn það með hjálp
útvarpstækjanna, að algert fárviðri
geisaði einnig á landi. Sagt var, að
klukkan 7 um morguninn hefði
vindhraðinn á flugvellinum í Well-
ington náð 105 mílum á klukku-
Tæpum 15 mínútum
eftir að skipstjórirm
kom upp í brá, tók hjól
atburðarásarinnar að
snúast hratt og hver ó-
heppnin rak aðra.
stund og klukkan 9 hefði hann ver-
ið kominn upp í 120 mílur. Sagt
var, að þakplötur úr járni flygu
um allt eins ,,og fiðrildi11. Ein slík
plata stakkst í gegnum húsvegg,
eins og hann væri skorinn með
risavöxnu rakblaði, og varð hún
barni að bana. Á bílastæði einu
hafði vindurinn kastað 23 bílum í
eina bendu. 30 feta tré hafði rifnað
upp með rótum, tekizt á loft og
hafnað 100 fetum í burtu.
Allt var nokkurn veginn með
kyrrum kjörum um borð í „Wa-
hine“ enn um sinn. Þjónar báru
fólki smurt brauð, gosdrykki og
rjómaís og báðust afsökunar á því,
að þeir hefðu ekki heitt vatn, svo
að fólk gæti fengið sér te. Öðru
hverju var fólki tilkynnt í hátal-
arakerfi skipsins, að það gæti ver-
ið rólegt, því að það væri engin
hætta á ferðum, en að vísu mundi
komutíma skipsins í Wellington
seinka nokkuð.
Uppi í brúnni varð Robertson
skipstjóri að horfast í augu við nýtt
vandamál. Það var útilokað að
reyna að yfirgefa skipið í slíkum
haugasjó. Ströndin var að vísu í
lokkandi nálægð, en samt næðu fá-