Úrval - 01.05.1971, Blaðsíða 19

Úrval - 01.05.1971, Blaðsíða 19
VERNDUM Ú'LFlNN ast svo nálægt úlfi, var mikill sig- urdagur í lífi mínu. Það gerðist, er við Durward Allen unnum að ýt- Eiiegum rannsóknum á einum af siðasta frjálsa úlfahópnum í Banda- ríkjunum, þ. e. hópnum á Konungs- eyju (Isle Royale), lítilli skógivax- inni eyju, um 20 mílum úti fyrir strönd Superiorvatns í Michigan- fylki. Ég hafði elt úlfahóp í lítilli flugvél, sem flogið var af flug- manni, sem hélt uppi flugi til ým- issa afskekktra staða á þessum slóðum. í hópnum voru 15 úlfar. Ég sá, að þeir yrðu að fara yfir ís- inn á lítilli vík í um 50 feta fjar- lægð frá gömlum fiskikofa. Mér reiknaðist svo til, að lentum við í flýti og feldum okkur í veiðihús- inu, kæmumst við í alveg einstakt „færi“ við úlfahópinn og gætum virt hann óvenjulega vel fyrir okk- ur. Við létum hurðina á kofanum standa örlítið opnar eða aðeins nægilega mikið til þess að mynda- vélarop komst út um rifuna. Og svo virtum við úlfana fyrir okkur, þegar þeir gengu í halarófu yfir ís- inn á víkinni. Einn sérstaklega for- vitinn karlúlfur gekk í áttina til kofans, þangað til hann var aðeins 15 fet frá honum, og starði róleg- ur á opna dyragættina. Ég tók mynd, og úlfurinn sperrti óðar eyrun og lagði undir flatt. Svipur hans var langt frá því að vera blóðþyrstur, en þannig er honum oft lýst í munnmælasögum og frá- sögnum. Þess í stað líktist hann mest stórum, vingjarnlegum hundi. í rauninni er úlfurinn meðlimur hundafjölskyldunnar, stærsti með- limur hennar. Fullorðnir karlúlfar eru frá 90 og allt að 100 pund að þyngd, en fullorðnir kvenúlfar um 10-15 pundum léttari. Hann lifði víðast hvar á hnettinum áður en honum var eytt með miskunnar- lausum veiðum. Enn eigra líklega um 50.000 úlfar um Alaska og óbyggðir Kanada. En í hinum 48 fylkjum Bandaríkjanna sunnan kanadisku landamæranna eru þeir næstum útdauðir. Álitið er, að í norðurhluta Minnesotafylkis séu enn um 350—700 úlfar (hinir hafa verið veiddir í gildrur, skotnir eða eitrað fyrir þá, þar til þeim hefur næstum alveg verið útrýmt). í Mexíkó eru aðeins eftir úlfar á þrem litlum friðlýstum svæðum í norðurhluta landsins, og fer þeim þar ört fækkandi. Enn eru úlfar hundeltir og veiddir af miklum ákafa á Spáni, Ítalíu, í ýmsum Austur-Evrópuríkjum, Sovétríkjun- um og Rauða Kína. Og þar týna þeir því óðum tölunni. Það eru að- eins eftir um 30 úlfar í Skandi- navíu, en þeim var algerlega út- rýmt í Japan um aldamótin 1900. Líffræðingar vinna nú að ná- kvæmri staðreyndasöfnun um úlf- ana og lifnaðarhætti þeirra. Þær upplýsingar, sem þannig hafa feng- izt, gefa enga viðhlítandi skýringu á þessum ofsóknum. Þrátt fyrir hina ríkjandi goðsögn um illsku og grimmd úlfanna eru þeir ekki hættulegir manninum. Þeir forðast mennina í mjög ríkum mæli og vilja helzt aldrei verða á vegi þeirra. Úlfurinn er gáfuð og sterk skepna og býr yfir einhverri ólýs- anlegri lífsorku, sem töfrar augað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.