Úrval - 01.05.1971, Blaðsíða 37
WILLY BRANDT DÁNSÁR Á LÍNUNNI
35
komst aftur í tízku. En nánir vinir
hans og harður og seigur kjarni
skapgerðar hans björguðu honum.
Síðla árs 1966 gerðu kristilegi de-
mokrataflokkurinn og sósíaldemo-
krataflokkurinn bandalag með sér.
„Hið mikla bandalag", eins og það
hefur verið kallað, var tilraun til
þess að bjarga Vestur-Þýzkalandi
úr fyrstu efnahagskreppu þess. Þá
varð Brandt varakanslari og utan-
ríkisráðherra.
AÐ BYGGJA BRÚ
Er Brandt varð kanslari þrem
árum síðar, var einmitt að losna
mjög um ýmis bönd og höft í skipu-
lagi og skipan hins vestur-þýzka
þjóðfélags. Æskan í Vestur-Þýzka-
landi er að ryðja burt hinum stirðn-
uðu þýzku hindrunum, hvað snert-
ir aldur og alveldi hinna miðaldra
og öldruðu. (Núverandi forstjóri
stærstu skipasmíðastöðvar Vestur-
Þýzkalands er aðeins 37 ára og
rektor hins Frjálsa háskóla í Vest-
ur-Berlín aðeins 32 ára). Aldar-
fjórðungur friðar og velmegunar,
ásamt fráhvarfi frá þjóðernisofs-
tæki, hefur haft mjög góð áhrif.
Að áliti Vestur-Þjóðverja er hóf-
semin fyrsta boðorðið. Og „austur-
stjórnmálastefna" Brandts á þýð-
ingarmikinn þátt í því, að Vestur-
Þýzkaland „finni sjálft sig“. Þarna
er að finna geysilega möguleika á
friðvænlegri framtíð fyrir Evrópu.
Þar getur einnig að líta mælikvarða
þess, hversu langt hinir sigruðu
Þjóðverjar hafa náð frá árinu 1945.
„Öldum saman var Þýzkaland brú
milli austurs og vesturs," segir
Brandt. „Við erum að reyna að
byggja hina hrundu brú að nýju,
sterkari og traustari brú . . . betri
brú.“
Svona rétt til tilbreytingar þá borðuðum við kvöldmatinn í ró og
næði og nutum hans sannarlega vel. Börnin sporðrenndu ekki bitunum
i æðislegu kappi, og þau stöldruðu jafnvel við nógu lengi við matborðið
til iþess að Ijú'ka ábætinum. Svo byrjuðu strákarnir á heimavinnunni,
þegar við vorum búin að borða. Og þeir höfðu engin orð um það aldrei
þessu vant. Karen fann sögubók og fór að lesa fyrir litlu systur sína.
Og svo fóru allir að hátta -umyrðalaust, þegar ég sagði, að nú væri
kominn Iháttatími.
Maðurinn minn horfði á eftir þeim, þegar þau héldu i háttinn, og
svo sumdi hann við. „Himneskt," tautaði hann, „alveg himneskt! Gæt-
um við bara ekki gleymt því að láta gera við sjónvarpið?“
Frú Reid Young.