Úrval - 01.05.1971, Blaðsíða 98

Úrval - 01.05.1971, Blaðsíða 98
96 ÚRVAL lækkuðu flugið í sneiðingum og bjuggu sig undir að setjast. Ég fór á staðinn og rakst á herfang þeirra, nýdauðan hest. Rétt fyrir ofan augu hans höfðu verið höggvin tvö göt og tvö önnur rétt fyrir aftan eyrun. Það voru líka löng för eftir klær á síðum hestsins, nálægt nár- anum. Þetta voru sígild merki um það, að hér hafði jagúarinn verið að verki. Frændi hans, sem er minni og kallast puma eða fjalla- ljón, drepur á sama hátt og hlé- barðinn, ljónið, cheetahan og tígris- dýrið, þ. e. með því að bíta fórnar- dýrið á háls og sleppa ekki takinu, fyrr en það kafnar. En jagúarinn, sem er ofboðslega sterkur, bítur alltaf gat á hauskúpu fórnardýrs- ins og veldur beinum skemmdum á heilanum, sem dregur síðan dýr- ið til dauða. í rökum jarðveginum við hlið hræsins gat að líta fjögur fótaför. Það mótaði greinilega fyrir fari eftir fjórar tær og sporöskjulagað- an hæl. Ég fór af baki og fylgdi fótaförum þessum eftir inn í skóg- arþykknið, sem varð sífellt þétt- ara. Ég var heltekinn ákefð byrj- andans, sem einkennist af óvar- kárni. Ég teymdi Smjörkúlu á eftir mér. Hann snarstanzaði snögglega og starði stjörfum augum fram hjá mér. Hann hafði kippt svo fast í tauminn, að ég snarstanzaði einnig. Ég sá ekkert annað en grasið, sem náði mér upp í mitti. En það greip mig samt einhver ónota- kennd. Það var eins og ég hefði fengið fyrirboða um, að hætta væri á næstu grösum. Ég tók að ganga aftu’- á bak án þess að líta til hliðar. Ég þreifaði varlega eftir ístaðinu með vinstri fæti og sveifl- aði mér síðan oftur hægt upp í hnakkinn. Ég kom auga á jagúar- inn, áður en ég hafði hagrætt mér í hnakknum. Ég hafði séð marga jagúara í dýragörðum, en ég varð sem þrumulostinn, er ég leit glitr- andi, villta dýrð þessa gyllta og svarta dýrs. Munnur jagúarins var svolítið opinn, og ég gat séð nokkra þumlunga af bleikri tungunni og hinum ógnvænlegu, gulu tönnum, sem höfðu nýlega höggvið göt á höfuðkúpu hests. Ég hafði búizt við, að jagúarinn væri liðlega vaxinn og þrunginn yndisþokka. En þetta var samanrekin skepna með úfna bringu og ofboðslega sver um bóg- ana eða líkt og tveir bolabítar. Vöðvarnir á herðakambinum virt- ust litlu minni en á stóru nauti. Hann sveiflaði hausnum fram og aftur, og svartur rófubroddurinn iðaði æðislega til. En samt gat ég Jagúarinn Choo-Choo.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.