Úrval - 01.05.1971, Blaðsíða 110

Úrval - 01.05.1971, Blaðsíða 110
108 ÚRVAL þunga hennar. Hún gat klifrað upp 50 feta hátt kókoshnetutré hraðar en sumir menn gátu hlaupið sömu vegalengd á jafnsléttu. í mesta hitanum um miðjan dag- inn fannst henni ósköp gott að liggja uppi við svalavegginn í svöl- um aridvaranum, og Beano var þá aldrei langt undan. Þarna lá hún og hafði vakandi auga með öllu. Hún fylgdist vel með nautgripun- um, kindunum og hestunum, þar sem þau voru á beit, og beið þess, að eitthvert dýrið kæmi það ná- lægt, að það borgaði sig að eltast við það. Sæti ég við hliðina á henni, nuddaði hún mjúkri síðunni við fætur mér og malaði eins og of- vaxinn heimilisköttur, þegar ég klóraði henni bak við eyrað. Henni fannst svalt svitabragðið á berum handleggjum mínum mjög gott, og hún sleikti þá með tungu, sem var gróf eins og þjöl. Á nokkr- um augnablikum varð húðin rauð og aum, og ég varð að láta hana hætta þessu. Tunga í fjallaljóni er sár viðkomu, og það getur auðveld- lega blætt undan henni! En að hennar áliti var þetta bara leikur. Þegar ég dró að mér handlegginn, stökk hún upp í kjöltu mér og vafði stórum, mjúkum loppunum um háls mér. Og þá leyfði ég henni að sleikja mig svolítið í framan, jafnvel þótt tungan skildi eftir rautt upphlaup á húðinni. Hún var ótrúlega fagurt og ástúðlegt dýr. EITURBRAS I árslok var ég gerður að fram- kvæmdastjóra og aðalbústjóra á Dadanawa, og skömmu síðar fékk ég flugvél til afnota við starf mitt. Stöðuhækkunin var aðeins forms- atriði. Það var aðeins um nýjan titil að ræða. Jimmy Brown kærði sig ekki um starfið og hélt áfram að sjá um allar byggingar og við- gerðir húsa og nautarétta. En flug- vélin breytti lífsháttum mínum á Dadanawa í ríkum mæli. Skyndi- lega styttust allar vegalengdir óskaplega. Fjögurra daga ferðir urðu allt í einu að 10 mínútna skyndiferðum. Nú var hægt að ná til fjarlægra og afskekktra út- stöðva og nautarétta búgarðsins hvenær sem var, jafnvel þegar flóðin voru sem mest, en áður hafði ekki verið hægt að komast þangað allan regntímann. Ef sjúkdómar tóku að breiðast út meðal naut- gripanna, urðum við brátt varir við slíkt úr lofti. Hrægammarnir, sem hnituðu í sífellu hringi yfir deyjandi dýrum og dauðum hræj- um, vísuðu okkur veginn. I eins dags flugferð var hægt að fara í eftirlitsferð um gervalla landareign búgarðsins, sem náði yfir um 3000 fermílur. Og nú var farið að fljúga með veika eða meidda Indíána til Georgetown, þar sem þeir gátu fengið læknishjálp og hjúkrun. Flugvélin hafði aðeins einn hreyfil. Hún var rauð og hvít á lit, og ég skírði hana Zero-Two-Zulu (Núll-Tvö-Zulu) eftir skrásetning- arnúmeri hennar. Eftir tveggja vikna flugkennslu á flugvellinum í Georgetown flaug ég henni beint til Dadanawa, sem er 275 mílna löng leið. Brátt höfðum við lagt um heila tylft flugbrauta á völd- um stöðum víðs vegar um landar-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.