Úrval - 01.05.1971, Blaðsíða 115

Úrval - 01.05.1971, Blaðsíða 115
KÚREKINN í FRUMSKÓGINUM 113 því á bakið, svo að það gæti ekki grafið sig niður í jörðina. Og loks tókst mér að yfirbuga það. Uglan var send til Englands, og ég náði í aðra uglu, sem hlaut einnig nafnið Jezebel. Og hún naut eins mikillar virðingar og jagúar- arnir í dýragarðinum okkar. Þetta var nornarugla (harpy eagle). Hún er ein af stærstu ránfuglum heims- ins. Uppáhalds fórnardýr hennar eru apar og letidýr, sem hún rífur af trjágreinum, um leið og hún steypir sér niður yfir þau með 50 mílna hraða á klukkustund. Uglur þessar drepa einnig ung hjartar- dýr, og vitað er til, að þær hafi ráðizt á Indíánabörn. Þessi nýja Jezebel var 37 þum- lungar á hæð. Hún vó tæp 20 pund, og vængjahaf hennar var 6 fet. Lappirnar á henni voru eins þykk- ar og úlnliðir barns og klærnar 6 þumlungar á lengd. Afturklóin var sterkust. Hún beygðist inn á við og myndaði hvassan og hárbeittan spora. Hún var með dökkgráa vængi og snjóhvíta bringu, en það var ógnvænlegur illskusvipur á andliti hennar. Augnaráðið var kuldalegt og virtist vega og meta alla hluti. Það var sem það dáleiddi mann næstum. Gagnsæ blikhimna dróst til hliðar yfir augun, er hún deplaði augunum. Var þetta mikill kostur fyrir fuglinn, því að þannig gat hann séð fullkomlega vel, jafn- vel meðan hann deplaði augunum. Jezebel var að vísu fullvaxin, þegar hún náðist, en ég var samt ákveðinn í að temja hana. Ég festi leðurhlífar á fætur henni og batt hana við setprik. í fimm daga sam- fleytt neitaði hún að líta við kjöt- inu, sem ég færði henni á prik- enda. Síðan yfirbugaði hungrið hana. Þá stytti ég spýtuna dag frá degi, þangað til hún tók kjötbita úr lófa mér, að vísu tortryggnislega en samt blíðlega. Næst dró ég þykkan logsuðu- hanzka á hægri hönd mér. Og ég hafði búið mér til annan hanzka með áfastri ermi, sem ég bar undir logsuðuhanzkanum. Sá hanzki var gerður úr fjórum lögum af sútaðri dádýrshúð. Ég lét kjötbitann í lófa logsuðuhanzkans og staðnæmdist um 12 þumlungum fyrir framan Jezebel. Hún hallaði sér fram á við og teygði sig eftir bitanum og greip hann úr lófa mér. Næst stóð ég 2 fet frá setprikinu. Hún reyndi að teygja sig eftir bitanum, en henni tókst það ekki. Þennan dag fékk hún engan mat. Fjórir dagar liðu, þangað til hún hafði sig í að fljúga yfir á hendi mér. Hún skalf svolítið, þegar hún settist á hönd mér. Svo leit hún á mig og blístraði skrækri röddu, beygði sig svo niður og flýtti sér að gleypa kjötið. Þegar hún var búin að því, sneri ég mér við, svo að hún sneri nú að setprikinu. Svo lyfti ég hendinni snöggt. Hún skildi, hvað ég vildi, breiddi út vængina og flaug yfir á prikið. Að sex mánuðum liðnum flaug Jezebel orðið 200 metra leið frá setprikinu að hendi mér og aftur tilbaka. Hún flaug með hægu en voldugu vængjataki, teygði haus- inn fram á við og sveigði klærnar inn undir stélið. Þegar hún átti eftir 15 feta flug, breiddi hún úr
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.