Úrval - 01.05.1971, Blaðsíða 89
KÚREKINN í FRUMSKÓGINUM
87
* M/
A< vií Þ
*
*
' egar flugvélin hækkaði
•)£ flugið, hvarf George-
town, höfuðborg
^5 Brezku Guiönu fljótt,
timburkofarnir, ár-
bakkarnir og strand-
virtist ein endalaus
í nokkur augnablik
lengjan, er
leðjubreiða.
gat ég enn komið auga á búgarða,
banana- og sykurplantekrur og kofa
með þökum úr pálmaviðarblöðum.
En eftir tveggja mínútna flug frá
flugvellinum hurfu síðustu leifar
siðmenningarinnar. Við vorum
komnir yfir Amazonfrumskóginn,
einn af stærstu skógum heims,
endalaust teppi laufmikilla trjáa,
sem teygði sig 1500 mílur til suð-
urs.
Eg var sautján ára, og þessi til-
komumikla sýn fyllti mig lotningu
og kitlandi eftirvæntingu í senn.
Fyrir aðeins tæpum mánuði hafði
ég snúið baki við einum af virt-
ustu einkaskólum Bretlands, er var
mér sem fangelsi. Sg hafði verið
fangi þeirrar stofnunar í fimm ár
samfleytt, kláeddur hinum viður-
kenndu fangafötum hennar, hörð-
um, hvítum kyrkingarflibba, svörtu
bindi, gráum, níðþröngum buxum
og jakka, sem fór mér ofboðslega
illa. Eg hafði verið rekinn þar fram
og aftur eins og fangi með hrúgur
af skruddum í eftirdragi eftir þá
Chaucer og Homer eða um sögu
Englands. Þetta var ömurleg ævi,
og einkunnir mínar voru líka frek-
ar aumar. Og svo fór að lokum, að
fjölskyldan kvað upp þann úrskurð,
að nú skyldi formlegri menntun
minni lokið.
Faðir minn hafði unnið fyrir ný-
lendustjórnina í Brezku-Guiönu. Og
sögur hans um villidýralífið þar,
„frumskógakettina“, krókódílana og
Við erum hins vegar að berjast
mig. Land þetta, sem hlaut nafnið
Guyana, eftir að það hlaut sjálf-
stæði árið 1966, er sem fleygur inn
í ströndina á milli Venezuela og
Surinam (Hollenzku-Guiönu) á
norðausturströnd Suður-Ameríku.
Stór svæði inni í landi, og þar eru
næstum ótakmarkaðir möguleikar.
Því sendi faðir minn mig þangað,
einan míns liðs, til þess að reyna
þolrifin í mér og sannprófa mann-
dóm minn.
Ég kom til Georgetown með að-
eins 10 sterlingspund í vasanum. Er
ég reikaði þar um þröngar göturn-
ar, stanzaði ég við hurð, sem bar
skilti með eftirfarandi áletrun: „Að-
alskrifstofur Dadanawabúgarðsins".
Ég gekk inn, og eftir nokkrar mín-
útur hafði ég ráðið mig til starfa á
búgarðinum sem vinnumaður fyrir
40 dollara mánaðarlaun auk fæðis
og húsnæðis. Svarti skrifstofumað-
urinn, sem réð mig til starfa, sagði,
að það væri opinbert hlutafélag,
sem ætti þennan afskekkta búgarð,
sem var 275 mílum' fyrir sunnan
Georgetown eða rétt við landamæri
Brasilíu. Ennfremur sagði hann, að
flestir hluthafarnir byggju erlend-
is. Hann fræddi mig um, að kúrek-
ar af Wapishana-Indíánaættflokkn-
um sæju um flest störfin á þessum
nautabúgarði, og mundi Skoti nokk-
ur, Jimmy Brown að nafni, er væri
byggingarstjóri á búgarðinum, taka
á móti birgðaflutningaflugvélinni
frá Georgetown, sem flygi hálfs-
mánaðarlega til búgarðsins. Svo