Úrval - 01.05.1971, Blaðsíða 116

Úrval - 01.05.1971, Blaðsíða 116
114 vængjunum, svo að þeir líktust flugvélavængjum, teygði fæturna fram á við og miðaði þeim beint á hönd mína með útglenntar klær og reigt höfuð og sperrtan kamb. Svo steypti hún sér leiftursnöggt niður af miklum krafti. Hefði hún með- vind, þá kastaðist ég stundum 1— 2 fet aftur á bak, þegar þessi grimm- asta ugla heims skall á mér af öll- um sínum þunga og afli. Jezebel sparkaði oft í áttina að andliti mínu, en ég var alltaf hepp- inn. Þó lá nærri, að ég særðist al- varlega, þegar Indíáni kom eitt sinn hlaupandi til mín með áríð- andi fréttir og hræddi hana. Hún greip fastar um hönd mér í varn- arskyni og ein klóin stakkst í gegn- um logsuðuhanzkann og ferfalda dádýrshanzkann og stakkst svo djúpt inn í handarbakið á mér, að oddurinn á klónni sást í lófanum. Þetta gerðist svo fljótt, að ég fann bara til óljóss sársauka. Til allrar hamingju hlaut ég engin varanleg meiðsl. Setprik Jezebel var á svæði, sem var afgirt. Jezebel hafði gaman af áð fylgjast með l'ndíánafjölskyldun- um, þegar þær héldu til verzlun- arinnar á búgarðinum og heim aft- ur. Væru nokkrir smákrakkar með í förinni, flaug hún oft af setprik- inu og bjóst til þess að ráðast á þá. Hún var fest við setprikið með sterkum nylonkaðli, sem var 6 fet svo, að hann kippti henni snöggt á lengd. Hann var ekki lengri en til jarðar eftir fyrsta vængjatakið. Jezebel lærði aldrei af reynslunni í þessu efni, og það gilti einu, hversu hart hún kom niður. Árás- ÚRVAL arhugurinn var hinn sami eftir sem áður. Síðdegis dag einn stóð ég á milli nokkurra trjáa í um 100 metra fjarlægð frá setprikinu hennar. Svo gaf ég einum Indíánanum merki um, að hann skyldi losa kaðalinn, sem batt Jezebel við setprikið. Hún kom fljúgandi til mín og stefndi beint á hanzkaklædda höndina og bjóst til lendingar á venjulegan hátt. En þegar hún snerti hanzk- ann, blakaði hún vængjunum snögglega að nýju og flaug yfir öxl mér. Ég sneri mér við og þá þá flækingshund hlaupa inn á milli trjánna. Vesalings hundurinn gerði örvæntingarfulla tilraun til þess að komast undan, en hinir voldugu, svörtu vængir uglunnar breiddu sig yfir flýjandi fórnardýrið eins og regnhlíf, og síðan heyrðist ýlfur, sem kafnaði fljótt. Það var ógerlegt að losa klær Jezebel úr hundshræ- inu. Það varð að skera burt stykki til þess. Hún stóð sigri hrósandi og ögrandi á svip á brotnum hrygg hans og rak upp hvellt sigurblístur sitt. Jezebel var enn hinn miskunnar- lausi ránfugl frumskógarins. Ekk- ert gæti breytt því eðli hennar. KÚREKI KVEÐUR Næstum 15 ár voru liðin, síðan ég kom til Dadanawabúgarðsins. Nú voru margir ungir „vaqueros" farnir að vinna þar, sem höfðu jafnvel ekki verið fæddir, þegar Smjörkúla kastaði mér af baki sér forðum daga. f augum þeirra Indí- ána, sem voru ekki orðnir tvítugir, var ég jafnóaðskiljanlegur hluti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.