Úrval - 01.05.1971, Blaðsíða 124
122
ÚRVAL
fjölskyldu, frjáls til þess að hindra
sölu barnanna sinna. Frjáls til að
eiga eignir — og vera ekki eign
sjálfur. Bara frjáls.
„Jafnvel þegar við vissum að það
var satt,“ sögðu afi minn og amma
— „ var erfitt að trúa því.“
„Það voru engir þrælar, sem ekki
vildu vera frjálsir," segir Arna
Bontemps í sögu sinni „Story of
Negro“. En afi og amma voru þá
þegar búin að segja mér það. „Það
voru,“ sögðu þau, „ekki til neinir
ánægðir þrælar“ — „og láttu ekki
það, sem þú heyrir hjá þeim, sem
tala við Stóra Hliðið blekkja þig.“
Afi og amma sáu aldrei Lincoln
forseta og fengu aldrei tækifæri til
að tjá honum þakkir sínar. Ég er
viss um að þau hefðu fagnað hon-
um ennþá heitar og ákafar en fólk-
ið í Richmond, Va„ þegar Lincoln
kom gangandi til borgarinnar, dag-
inn eftir að hún var tekin — 4.
apríl 1865. Forsetinn var með Sam-
bandsflotanum og fór í land á
róðrarbáti ásamt Porter aðmírál og
tíu sjóliðum, sem áttu að vernda
hann.
En hann þarfnaðist ekki verndar.
Hinir fyrrverandi þrælar, sem
heilsuðu honum, hefðu fórnað lífi
sínu fyrir hann. Lýsing á fagnað-
armóttökunum sem Lincoln fékk
var birt í Atlantic Monthly og ég
hef lesið hana oft og mörgum sinn-
um. Hún er svohljóðandi:
„Fólkið safnaðist umhverfis for-
setann. Karlar, konur og börn
bættust í hópinn og þröngin óx sí-
fellt. Það kom út úr öllum hliðar-
götum, hljóp eins hratt og fæturn-
ir báru það, hrópandi og kallandi
og dansandi af gleði. Karlmennirn-
ir fleygðu höttunum upp í loftið,
konurnar veifuðu húfum og klút-
um, klöppuðu saman lófunum og
sungu: „Dýrð sé guði! dýrð, dýrð.“
Allir þökkuðu guði, sem heyrt hafði
bænir þeirra og örvæntingaróp,
guði, sem veitt hafði þeim frelsi og
leyft þeim eftir svo margra ára bið
að sjá andlit velgerðarmanns
þeirra.
„Ég þakka þér, kæri Jesús, fyr-
ir að fá að sjá Linkum forseta,11
hrópaði kona, sem stóð á þröskuldi
hins fátæklega heimilis síns, með
augun fljótandi í tárum og spennt-
ar greipar.
Gangan var löng og forsetinn
stanzaði andartak til að hvíla sig.
„Guð blessi yður, Linkum forseti,“
sagði gamall negri og laut höfði,
meðan gleðitárin runnu niður kinn-
ar hans.
Forsetinn tók ofan hattinn og
laut hljóður höfði.
Enginn vafi var á því, hvernig
Suðurríkin brugðust við þeirri yf-
irlýsingu Lincolns, að allir þrælar
skyldu frjálsir. En jafnvel í Norð-
urríkjunum mætti hún talsverðri
gagnrýni: „Lincoln," sögðu margir,
„veitti svertingjunum frelsi og
leyfði þeim að ganga í herinn, ein-
ungis vegna þess að Norðurríkin
voru að tapa stríðinu."
f ræðu, sem Lincoln hélt í Cin-
cinnati þann 17. september 1859,
sagði hann meðal annars. „Eg álít
þrælahald rangt bæði siðferðilega
og stjórnmálalega . . .“
En það sem olli því að andstæð-
ingar hans hófu hinar miskunnar-
lausu árásir á hann, var bréf sem