Úrval - 01.05.1971, Blaðsíða 124

Úrval - 01.05.1971, Blaðsíða 124
122 ÚRVAL fjölskyldu, frjáls til þess að hindra sölu barnanna sinna. Frjáls til að eiga eignir — og vera ekki eign sjálfur. Bara frjáls. „Jafnvel þegar við vissum að það var satt,“ sögðu afi minn og amma — „ var erfitt að trúa því.“ „Það voru engir þrælar, sem ekki vildu vera frjálsir," segir Arna Bontemps í sögu sinni „Story of Negro“. En afi og amma voru þá þegar búin að segja mér það. „Það voru,“ sögðu þau, „ekki til neinir ánægðir þrælar“ — „og láttu ekki það, sem þú heyrir hjá þeim, sem tala við Stóra Hliðið blekkja þig.“ Afi og amma sáu aldrei Lincoln forseta og fengu aldrei tækifæri til að tjá honum þakkir sínar. Ég er viss um að þau hefðu fagnað hon- um ennþá heitar og ákafar en fólk- ið í Richmond, Va„ þegar Lincoln kom gangandi til borgarinnar, dag- inn eftir að hún var tekin — 4. apríl 1865. Forsetinn var með Sam- bandsflotanum og fór í land á róðrarbáti ásamt Porter aðmírál og tíu sjóliðum, sem áttu að vernda hann. En hann þarfnaðist ekki verndar. Hinir fyrrverandi þrælar, sem heilsuðu honum, hefðu fórnað lífi sínu fyrir hann. Lýsing á fagnað- armóttökunum sem Lincoln fékk var birt í Atlantic Monthly og ég hef lesið hana oft og mörgum sinn- um. Hún er svohljóðandi: „Fólkið safnaðist umhverfis for- setann. Karlar, konur og börn bættust í hópinn og þröngin óx sí- fellt. Það kom út úr öllum hliðar- götum, hljóp eins hratt og fæturn- ir báru það, hrópandi og kallandi og dansandi af gleði. Karlmennirn- ir fleygðu höttunum upp í loftið, konurnar veifuðu húfum og klút- um, klöppuðu saman lófunum og sungu: „Dýrð sé guði! dýrð, dýrð.“ Allir þökkuðu guði, sem heyrt hafði bænir þeirra og örvæntingaróp, guði, sem veitt hafði þeim frelsi og leyft þeim eftir svo margra ára bið að sjá andlit velgerðarmanns þeirra. „Ég þakka þér, kæri Jesús, fyr- ir að fá að sjá Linkum forseta,11 hrópaði kona, sem stóð á þröskuldi hins fátæklega heimilis síns, með augun fljótandi í tárum og spennt- ar greipar. Gangan var löng og forsetinn stanzaði andartak til að hvíla sig. „Guð blessi yður, Linkum forseti,“ sagði gamall negri og laut höfði, meðan gleðitárin runnu niður kinn- ar hans. Forsetinn tók ofan hattinn og laut hljóður höfði. Enginn vafi var á því, hvernig Suðurríkin brugðust við þeirri yf- irlýsingu Lincolns, að allir þrælar skyldu frjálsir. En jafnvel í Norð- urríkjunum mætti hún talsverðri gagnrýni: „Lincoln," sögðu margir, „veitti svertingjunum frelsi og leyfði þeim að ganga í herinn, ein- ungis vegna þess að Norðurríkin voru að tapa stríðinu." f ræðu, sem Lincoln hélt í Cin- cinnati þann 17. september 1859, sagði hann meðal annars. „Eg álít þrælahald rangt bæði siðferðilega og stjórnmálalega . . .“ En það sem olli því að andstæð- ingar hans hófu hinar miskunnar- lausu árásir á hann, var bréf sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.