Úrval - 01.05.1971, Blaðsíða 16
14
ÚRVAL
hinum „Nýju Suðurríkjum". Um-
ræður um ofbeldi, aðskilnað kyn-
þáttanna og efnahagslega stöðnun
og hrörnun þróast upp í umræður
um þjóðfélagsbyltingu, stjórnmála-
legt samstarf og betri lífsskilyrði
fyrir negra. Oftast einkennast um-
ræður þessar af bjartsýni, að vísu
hófsamlegri.
Á járnbrautarstöðinni í Charlotte
í Norður-Karólínufylki tók Robert
Gilmore, svarti bifvélavirkinn frá
Philadelphiu, varla eftir því, að
stöðvarstjórinn tilkynnti í hátalara,
að lestinni hefði seinkað. Hann tók
sér það ekki nærri. Hann vildi
halda áfram að ræða mál þetta.
„Suðurríkin hafa í raun og veru
breytzt," endurtók hann, og það var
augsýnilegt, að hann átti við
„breytzt til hins betra.“
Maðurinn minn var alveg frá sér numinn af hrifningu daginn sem
fyrsta barnið okkar fæddist. Og umhyggja ihans um minn hag var
blátt áfram hrífandi. En hann tók iþessu heldur rólegar eftir fæðingu
fjórða sonar okkar. Hann labbaði bara inn í sjúkrastofuna eftir vinnu
í fyrstu iheimsókn sinni eftir að ég 'hafði fætt. Svo slengdi hann sér í
stól við rúmið og stundi: „Úff, þetta var nú meiri þrautadagurinn hjá
mér í dag?“
Lois SocTcol.
Roskin kona varð ósköp þreytt, meðan hún var að verzla í „kosta-
kjarabúðinni" okkar í E’l Paso. Þá kom hún auga á útstiliingu á hengi-
rúmum. Hún tók sig þvi til, fór úr skónum, lagðist í eitt hengirúmið
og fór að sofa. Afgreiðslumennirnir í íþróttadeildinni lokuðu öllum
,,umferðaræðum“ að hengirúmunum með innkaupakerrum og settu þar
upp skilti, sem á stóð: „Usssssss!" Og þegar hún vaknaði um klukku-
tímasíðar vorum við þegar búin að selja sjö hengirúm."
R. K. Tliierry, jr.
Ég var eitt sinn að ihalda heimleiðis til Bandaríkjanna eftir ferðalag
til Evrópu og kynntist þá nokkrum írskum innflytjendum, sem voru á
leið þangað með sama skipi. Þegar skipið nálgaðist Manhattan og hús
og bílar fóru að sjást, starði einn írski sveitapilturinn þrumulostinn á
endalausar bílalestirnar, sem mjökuðust rétt eftir West Side Drive á
versta annatíma morgunsins: „Nei, sjáið þið bara þessa rosalega miklu
jarðarför!” varð honum þá að orði.
Edmund G. Caroll.