Úrval - 01.05.1971, Blaðsíða 90

Úrval - 01.05.1971, Blaðsíða 90
88 ÚRVAL bætti hann því við, að Jimmy Brown mundi skýra mér frekar frá skyldustörfum mínum. Við höfðum verið á flugi í rúm- an klukkutíma, þegar tók að sjá út fyrir endimörk risaskógarins, og daufgulur litur tók við af hinum græna. Þar gat að líta Rupununi- grassléttuna, 5000 fermílna svæði, og tilheyra 3000 fermílur af svæði þessu Dadanawabúgarðinum. Eftir hálftíma flug í viðbót lenti gamla DC-3 flugvélin á mjórri flugbraut og stanzaði von bráðar eftir held- ur óblíðan akstur eftir brautinni. Allar birgðirnar, fjölmargir pokar af mjöli, hrísgrjónum og sykri, skotfærakassar, pottar, pönnur og einn vesældarlegur kálfur, hentust að minnsta kosti sex fet fram á við. Um tylft Indíána, sem beið við flugbrautina, byrjaði nú að afferma flugvélina. Augnabliki síðar kom druslulegur Land Roverjeppi æð- andi niður eftir flugbrautinni og stanzaði við farminn. Ökumaðurinn stökk léttilega niður úr sætinu og tók að kasta pokum inn í jeppann. Ég gekk til hans og sagði: „Ég heiti Stanley Brock. Ég var sendur í vinnu hingað.“ Jimmy Brown hvessti snöggvast á mig augun í gegnum gleraugun sín. Hann hélt á poka í höndunum. Þegar hann hafði horft nægju sína, kastaði hann pokanum upp í jepp- ann. „Almáttugur hjálpi okkur! Þú ert bara krakki!“ tautaði hann. Það var ekki hægt að villast á skozka mál- hreimnum. „Eg verð ekki til neinna trafala, herra Brown,“ sagði ég við hann. „Og ég er ekki hræddur við erfiðis- vinnu. Get ég hjálpað þér til þess að ferma jeppann?" „Nei,“ svaraði hann hryssings- lega. „Það er þegar búið að því. Flýttu þér upp í jeppann. Við skul- um fara af stað. En þú skalt ekki vænta þess, að ég annist um þig. Og þú skalt ekki koma kveinandi til mín, þegar einhver gömul belja stingur horni upp í rassinn á þér!“ Við ókum af stað eftir sandborn- um sléttustíg. Eftir talsvert langan akstur komum við að húsaþyrp- ingu. Þetta voru sex hvítar bygg- ingar, sem stóðu uppi á lágri hæð, ekki langt frá Rupununiánni. Skóg- urinn teygði sig alveg niður á ár- bakkann. Jimmy Brown stökk nið- ur úr ekilssætinu og hvarf. Ég tók ferðatöskuna mína og gekk að næsta húsi, sem var umkringt vírgirðingu. í girðingarhliðinu lá risavaxin, rauðleit gylta, umkringd tylft hrín- andi grísa. Ég stefndi að hennar náð og hélt, að hún mundi rísa á fætur og víkja úr vegi fyrir mér. Hún spratt skyndilega á fætur og réðst hrinandi að mér. Það var eins og óður hundur væri að ráðast á mig. Það var ferðataskan, sem bjargaði mér. Ég kastaði töskunni í veg fyrir hana og flúði að girð- ingunni. Ég ætlaði að steypa mér yfir hana. Gyltan rakst á töskuna, en tók svo beygju og hélt áfram á eftir mér. Ég gat heyrt skqltana á henni skella saman eins og stál- fjaðrir um einum metra fyrir aft- an mig, um leið og ég kastaði mér upp á fimm feta háa girðinguna og velti mér yfir hana .Ég féll eins og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.