Úrval - 01.05.1971, Blaðsíða 41

Úrval - 01.05.1971, Blaðsíða 41
ERTU LEIÐINDAPÚKI? 39 maður, sem leggur sig mest fram, jafnvel í tilbreytingarlausu starfi, er einnig sá maður, sem á mesta orku afgangs til þess að eyða af á eigin heimili, er hann kemur heim frá vinnu. Honum leiðist aldrei sjálfum, og því verður hann aldrei öðrum til leiðinda. f stuttu máli sagt er það eðlileg afleiðing, að sá, sem er fullur áhuga, er einnig áhugavekjandi. Ef þú ert sjálfur virkur og þrunginn lífi, vekurðu einnig þessa kennd hjá öðrum, þannig að þeir verða þér þakklátir. Minnizt bænar gamla Skotans: ,,Ó, góði guð, haltu mér lifandi, meðan ég er enn á lífi.“ Lifðu hvern dag eins og hann væri þinn síðasti og gleymdu því, hversu dásamlegur dagurinn í gær var. Beittu allri þinni orku, notaðu alla þína hæfileika. Kannske býrðu yf- ir svo miklu meiru en þú gerir þér grein fyrir, að þú verður undrandi yfir því. Það eru minni líkur á því, að maður, sem býr sjálfur til hluti í sinni eigin vinnustofu, finni til leiðinda en maður, sem eyðir kvöldum sínum geispandi yfir myndasögunum í dag- og vikublöð- unum. Maður, sem kennir börnun- um sína ýmsa leiki úti í garði, jafn- vel úti á götu, er hamingiusamari og heilbrigðari en maðurinn, sem situr hreyfingarlaus fyrir framan sjónvarpstækið og horfir á aðra menn að leik. Maður, sem fer með börnin sín í gönguferðir út úr bænum og kennir þeim og siálfum sér um leið ýmislegt það, sem snertir sveitalífið og fortíðina, finn- ur miklu síður til leiðinda en mað- urinn, sem æðir áfram með fjöl- skyldunni eftir þjóðvegunum í endalausri halarófu annarra þeirra ökuþóra, sem eru að flýja borgina. Oft eru leiðindi aðeins orsök of þægilegs lífs. Nú förum við oft á mis við þá erfiðleika, sem héldu feðrum okkar sívökulum í leit að nýjum tækifærum, þannig að þeir urðu sífellt að neyta allrar sinnar orku og nota alla sína hæfileika. Og mörg okkar hafa fengið þá flugu í höfuðið, að vinnan, sjálft salt lífsins, sé byrði, sem eigi að varpa frá sér við fyrstu hentug- leika, þannig að við getum öðlazt frítíma, sem gerir okkur aftur á móti kleift að sjá, hversu illa við erum undir það búin að nota hann raunverulega. Það, sem við gerum, það, sem við erum, það, sem við gerum úr eigin hæfileikum og möguleikum, allt þetta ákvarðar ekki aðeins raunverulegt verðmæti lífs okkar heldur einnig þeirra, sem eru tengdir okkur nánum böndum eða við höfum mikil samskipti við. Ef maður þroskar eigin hæfileika, þá smitar þetta út frá sér. Sú stað- reynd, að hann er fær um að not- færa sér hina mörgu vaxtarmögu- leika, sem eru innan seilingar allra, og notið þeirra, hefur þau áhrif á fjölskyldu hans og þá, sem sam- skipti hafa við hann, að þá langar til að gera slíkt hið sama. Honum getur sjálfum fundizt, að hann sé aðeins lítið tannhjól í vélinni, en hann er einnig fyrirmyndar verk- maður og skapari á sviði hinnar mestu listar allrar listar . . . sjálfr- ar lífslistarinnar .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.