Úrval - 01.05.1971, Blaðsíða 3
V
FORSPJALL
ÞRÍR HEIMSKUNNIR menn koma
við sögu í þessu hefti; Willy Brandt,
kanslari Vestur-Þýzkalands, sem
hefur gert athyglisverðar tilraunir
til að brúa bilið milli austurs og
vestur og skapa varanlegan frið í
Evrópu; David Frost, sjónvarps-
stjarnan, sem við íslendingar kynnt-
umst lítillega í þáttunum „Frost on
Sundaysem sýndir voru hér í
fyrra, og loks Juri Gagarín, fyrsti
jarðarbúinn sem ferðaðist út í geim-
inn og hefur því réttilega verið
nefndur „Kólumbus tuttugustu ald-
ar“.
EN SÚ GREIN, sem líklega vekur
mesta athygli að þessu sinni, ber
yfirskriftina „Brún augu — blá
augu“. Þar segir frá ógleymanlegri
tilraun með sjálfsblekkingu og
hleypidóma, sem ung bandarísk
kennslukona, Jane Elliott, gerði. Um
það leyti sem Martin Luther King
var myrtur, gerði hún sér Ijóst, að
hún kœmist ekki hjá að útskýra
fyrir börnunum hið viðkvæma kyn-
þáttavandamál. Hún ákvað að gera
það á þann hátt, að börnin skildu
til fulls í hverju vandamálið vœri
fólgið og gleymdu því aldrei.
HÚN FÉKK SNJALLA hugmynd og
framkvæmdi hana. Hvernig vœri að
láta börnin sjálf lifa sig inn í vanda-
málið? Væri ekki hœgt að setja það
á svið? Hún sagði við börnin:
„Hugsum okkur, að við skiptum
nú bekknum í bláeygt og brún-
eygt fólk, og að i dag væri blá-
eygða fólkið óœðra og ófullkomn-
ara fólkið. Síðan skulum við snúa
þessu við á mánudaginn. Eýjum við
að reyna?“
Allur bekkurinn samþykkti þessa
frumlegu uppástungu fullur áhuga
og eftirvœntingar. Sumir álitu, að
þetta mundi verða skemmtlegur
leikur. Aðrir hugsuðu um það eitt,
að með þessu móti losnuðu þeir við
hina daglegu kennslu.
ÞETTA VARÐ í rauninni miklu
meira en saklaus leikur. Jafnvel
kennslukonuna hafði ekki órað fyr-
ir þeirri óhugnanlegu niðurstöðu,
r N
Kemur út mánaðarlega. Útgefandl: Hilmir hf„
Skipholti 33, Reykjavík, pósthólf 533, simi 35320.
Ritstjóri: Gylfi Gröndal. Afgreiðsla: Blaðadreif-
ing, Skipholti 33, sími 36720. Verð árgangs krónur
600,00. I lausasölu krónur 60,00 heftið. Prentun og bókband: Hilmir hf.
Myndamót: Rafgraf hf.
V