Úrval - 01.05.1971, Blaðsíða 20

Úrval - 01.05.1971, Blaðsíða 20
18 URVAL og gleður hugann. Vaxtarlag hans er aðdáanlega vel fallið til þess að ganga, skokka og hlaupa hinar löngu vegalengdir í matarleit til þess að halda lífi (eða allt að 45 mílur á dag). Hann hefur mjóa bringu og langar lappir. Hann gengur á sterkum, hörðum tánum, ekki á gangþófanum. Og því get- ur hann fótað sig mjög auðveld- lega á klettum og trjábolum. Ég hef séð úlfana á Konungseyju (Isle Royale) taka undir sig ofboðsleg 16 feta stökk á elgsdýrs- og dá- dýrsveiðum eða næstum eins löng stökk og veðhlaupahestur á fullri ferð. Þeir eru líka furðulega lipr- ir í snjó og vatni, troðast áfram í djúpum sköflum mílu eftir mílu, að því er virðist alveg óþreytandi, eða synda eftir fórnardýrum, sem leit- að hafa sér athvarfs í djúpu vatni. Úlfurinn hefur geysilega sterka kjálka og 42 tennur, vígtennur, sem eru hálfur þriðji þumlungur á lengd og mjög vel til þess fallnar að klippa og rífa í sundur, og geysi- sterka og stóra jaxla til þess að bryðja í sundur bein. Bit úlfsins er alveg ótrúlega kraftmikið. Eg hef séð úlfa á Konungseyju kasta sér á lend fullorðins elgsdýrs og bíta og tæta auðveldlega í gegnum fjög- urra þumlunga þykkt lag af saman- klesstu hári, seigri húð og hörðum vöðvum. Á hinn bóginn geta úlfar beitt framtönnum sínum af fín- gerðri leikni, þegar þeir eru að tanna sig og snyrta. Líffræðingur- inn Lois Chisler skýrði frá því, að hún hefði eitt sinn legið á gólfinu með lokuð augu við hliðina á tamda kvenúlfinum sínum, henni Lady, þegar hún „fann skyndilega óskaplega fíngerða snertingu við augnalokin, líkt og togað væri mjög varfærnislega í þau. La- dy hafði gripið um yzta húðlag augnalokanna með framtönnunum og var að narta blíðlega í þau, líkt og hestur sem er að kljást.“ Lady var að ,,snyrta“ Lois til og tannaði hana svo óskaplega varfærnislega. Hin langa hauskúpa úlfsins veit- ir nægilegt rými fyrir þefskynfæri, sem eru 14 sinnum stærri en þef- skynfæri mannsins. Er ég flaug eitt sinn yfir Konungseyju, sá ég úlfa- hóp snarstanza eins og veiðihunda og standa þar algerlega hreyfingar- lausa, er þeir fundu lykt af elgs- dýri, sem var í rúmlega hálfrar annarrar mílu fjarlægð. Vindurinn hafði borið l'yktina af því til þeirra. Móðir náttúra fékk úlfinum það hlutverk að vera eitt helzta rán- dýr norðurhvels jarðar, eitt helzta rándýrið, sem lifir á hinum stærri spendýrum. Og það kann að virð- ast furðulegt, að það er einmitt hið blíða, fíngerða og félagslynda eðli hans, sem gerir hann svo hæf- an til þess að gegna slíku hlutverki. Adolf Murie líffræðingur hefur þetta að segja, eftir að hafa fylgzt með úlfum og lifnaðarháttum þeirra í Alaska um langa hríð: „Það, sem hafði sterkust áhrif á mig, var vingjarnleiki þeirra. Full- orðnir úlfar voru vingjarnlegir við aðra fullorðna úlfa og mjög vin- samlegir hvolpunum.“ Það er góð ástæða fyrir þessum vingjarnleika úlfanna. Allar kjötætur, sem lifa á stærri spendýrum, skiptast í tvo flokka. Annað hvort vega þær eins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.