Úrval - 01.05.1971, Blaðsíða 20
18
URVAL
og gleður hugann. Vaxtarlag hans
er aðdáanlega vel fallið til þess að
ganga, skokka og hlaupa hinar
löngu vegalengdir í matarleit til
þess að halda lífi (eða allt að 45
mílur á dag). Hann hefur mjóa
bringu og langar lappir. Hann
gengur á sterkum, hörðum tánum,
ekki á gangþófanum. Og því get-
ur hann fótað sig mjög auðveld-
lega á klettum og trjábolum. Ég
hef séð úlfana á Konungseyju (Isle
Royale) taka undir sig ofboðsleg
16 feta stökk á elgsdýrs- og dá-
dýrsveiðum eða næstum eins löng
stökk og veðhlaupahestur á fullri
ferð. Þeir eru líka furðulega lipr-
ir í snjó og vatni, troðast áfram í
djúpum sköflum mílu eftir mílu, að
því er virðist alveg óþreytandi, eða
synda eftir fórnardýrum, sem leit-
að hafa sér athvarfs í djúpu vatni.
Úlfurinn hefur geysilega sterka
kjálka og 42 tennur, vígtennur, sem
eru hálfur þriðji þumlungur á lengd
og mjög vel til þess fallnar að
klippa og rífa í sundur, og geysi-
sterka og stóra jaxla til þess að
bryðja í sundur bein. Bit úlfsins er
alveg ótrúlega kraftmikið. Eg hef
séð úlfa á Konungseyju kasta sér
á lend fullorðins elgsdýrs og bíta
og tæta auðveldlega í gegnum fjög-
urra þumlunga þykkt lag af saman-
klesstu hári, seigri húð og hörðum
vöðvum. Á hinn bóginn geta úlfar
beitt framtönnum sínum af fín-
gerðri leikni, þegar þeir eru að
tanna sig og snyrta. Líffræðingur-
inn Lois Chisler skýrði frá því, að
hún hefði eitt sinn legið á gólfinu
með lokuð augu við hliðina á
tamda kvenúlfinum sínum, henni
Lady, þegar hún „fann skyndilega
óskaplega fíngerða snertingu við
augnalokin, líkt og togað væri
mjög varfærnislega í þau. La-
dy hafði gripið um yzta húðlag
augnalokanna með framtönnunum
og var að narta blíðlega í þau, líkt
og hestur sem er að kljást.“ Lady
var að ,,snyrta“ Lois til og tannaði
hana svo óskaplega varfærnislega.
Hin langa hauskúpa úlfsins veit-
ir nægilegt rými fyrir þefskynfæri,
sem eru 14 sinnum stærri en þef-
skynfæri mannsins. Er ég flaug eitt
sinn yfir Konungseyju, sá ég úlfa-
hóp snarstanza eins og veiðihunda
og standa þar algerlega hreyfingar-
lausa, er þeir fundu lykt af elgs-
dýri, sem var í rúmlega hálfrar
annarrar mílu fjarlægð. Vindurinn
hafði borið l'yktina af því til þeirra.
Móðir náttúra fékk úlfinum það
hlutverk að vera eitt helzta rán-
dýr norðurhvels jarðar, eitt helzta
rándýrið, sem lifir á hinum stærri
spendýrum. Og það kann að virð-
ast furðulegt, að það er einmitt
hið blíða, fíngerða og félagslynda
eðli hans, sem gerir hann svo hæf-
an til þess að gegna slíku hlutverki.
Adolf Murie líffræðingur hefur
þetta að segja, eftir að hafa fylgzt
með úlfum og lifnaðarháttum
þeirra í Alaska um langa hríð:
„Það, sem hafði sterkust áhrif á
mig, var vingjarnleiki þeirra. Full-
orðnir úlfar voru vingjarnlegir við
aðra fullorðna úlfa og mjög vin-
samlegir hvolpunum.“ Það er góð
ástæða fyrir þessum vingjarnleika
úlfanna. Allar kjötætur, sem lifa á
stærri spendýrum, skiptast í tvo
flokka. Annað hvort vega þær eins